malakít: [malachite] er græn karbónatsteind úr vötnuðu kopar(II) og kopar(I) karbónat-hýdroxíð [Cu2CO3(OH)2]. Steindin er fremur algeng og finnst einkum í veðrunarbeltum við koparnámur og þá gjarna með azuríti [Cu3(CO3)2(OH)2], getíti og kalsíti [CaCO3]. [Gr. molochitis með skírskotun til litar laufblaða plantna af stokkrósaætt Malvaceae, mallows]. Kristalbygging malakíts veldur því að það endurkastar ljósi þannig að það sýnist lagskipt, ýmist litlaust, ljósgrænt og yfir í dökkgrænt.


|einkenni malakíts|


Malakít var notað við framleiðslu á grænum lit fram undir 1800, sem skrautsteinn í skarti og til skreytinga í byggingum.


Helstu fundarstaðir eru í Nizhne-Tagilsk í Úralfjöllum (austur af Perm), Chessy í Frakklandi; Tsumeb í Namibíu og Bisbee í Arizona.