Ríki: Dýr [Animalia] síð-frumlífsöld
- nútími
Dýr. Fjölfruma; hreyfanleg eða föst. Einkennandi tvíhliða samhverfa, en geislótt líkamsgerð hjá sumum; hafa sérhæft taugakerfi; land- og lagarlífverur. Helstu fylkingar fara hér á eftir.
 
Dýr með geislasamhverfu.
  Fylking: [Porifera] Svampdýr
amk. síð-frumlífsöld - nútími
Svampar. Botnsætin; lagarlíf, aðallega sjávarlíf, vantar afmarkað vefi og líffæri; hafa oft innri stoðgrind úr karbónati, kísli eða lífrænum hyrnisnálum. Fjöldi steingervinga.
  Fylking: [Archaeocyatha]
ár- til mið- kambríum
Útdauðar gerðir sem höfðu sameiginleg einkenni svampa og kórala. Botnsætin; sjávarlíf; stoðgrind lík skál eða trekt þar sem víðara opið hefur snúið upp. Steingervingar í rifjasamfélögum.
 
Ameria: Óliðskipt dýr
  Fylking: [Cnidaria, Coelenterates] Holdýr
síð-frumlífsöld - nútími
Kóralar og marglyttur. Botnsætin eða hreyfanleg; lifa sem einstaklingar eða í sambýli; lagardýr, aðallega sjávardýr; hafa vefi en engin eiginleg líffæri; geislótt líkamsbygging; líkamshol með einu opi og fálmurum til fæðuöflunar; brennifrumur.
 
Dýr með kviðarhol
  Fylking: Lindýr [Mollusca]
kambríum - nútími
Flækingslíf; sjávardýr en sum lifa í ferskvatni eða á landi; skipuleg líkamsbygging með höfði, möttli og fæti; plöntu- kjöt- eða svifætur; einkennandi ytri kalsíumkarbónat skel úr einum, tveimur eða fleiri hlutum og af breytilegri lögun; sjaldan með innri skel. Mikið um steingervinga.
 
Polymeria: Margliðskipt dýr með kviðarhol
  Fylking: Liðormar [Annelida]
síð-frumlífsöld - nútími
Liðskiptir ormar, hreyfanlegir eða kyrrstæðir; yfirleitt sjávardýr en lifa einnig í ferskvatni og á landi; mjúkur líkami en geta myndað hylki úr lífrænum efnum eða kalki; sía fæðu eða lifa á leifum lífrænna efna. Steingervingar aðallega hylki eða göng.
  Fylking: Klóberar, flauelsdýr [Onychophora] Liðskipt dýr landdýr lík lirfum og þeim svipar bæði til l Liðorma [Annelida] og Liðfætlna [Arthropoda]. Þessum dýrum er ýmist skipað í fylkinu með liðfætlum eða í sérstaka fylkingu — Onychophora— sem er eina fylkingin sem landdýr skipa eingöngu. Ef til vill eiga þessi dýr ættir sínar að rekja til Aysheaia sem fundist hafa steingerð í Burgess shale.
  Fylking: Liðfætlur [Arthropoda]
kambríum - nútími
Hreyfanleg, lagar- og landdýr; dæmigerður líkami, liðskiptur í höfuð, búk og hala; paraðir liðaðir útlimir á hverjum lið búks; jurta- kjöt- eða svifætur; ytri stoðgrind, aðallega úr kítíni, skipt um vegna vaxtar við hamskipti.
  Fylking: Mosadýr [Bryozoa], þreifidýr
síðordóvísíum - nútími
Mosadýr. Botnsætin; sjávardýr; lifa í sambúum; einstaklingar mjög smáir (1 mm); líffæri vel þróuð; meltingarvegur með munn og endaþarmsop; griparmar til fæðuöflunar sía örsmáar lífverur úr vatninu; stoðgrind utanáliggjandi, vanalega úr kalsíumkarbónati. Mikið af steingervingum.
  Fylking: Armfætlingar [Brachiopoda]kambríum - nútími Einlífisdýr; sjávardýr; nærist með því að sía vatnið; mjúkir líkamshlutar líkir og hjá mosadýrum; dýr umlukið tveim ólíkum skeljum sem ýmist hanga saman á hjörum [articulata]eða eingöngu með vöðvum [inarticulata]; kalsíumkarbónat eða horn með fósfatsamböndum. Mikið um steingervinga í jarðlögum frá fornlífsöld.
  Fylking: Skrápdýr [Echinodermata] kambríum - nútími Hreyfanleg eða kyrrstæð; fimmgeislótt samhverfa.
  Fylking: Hálf-seildýr [Hemichordata] Dýr með seil, tvíhliða samhverfu og kviðarhol
  Fylking: Seildýr [Chordata] Dýr með seil, tvíhliða samhverfu og kviðarhol