Polymeria: Margliðskipt dýr
með kviðarhol |
||||
Fylking: Liðfætlur, liðdýr [Arthropoda] | Hreyfanleg, lagar- og landdýr; dæmigerður líkami, liðskiptur í höfuð, búk og hala; paraðir liðaðir útlimir á hverjum lið búks; jurta- kjöt- eða svifætur; ytri stoðgrind, aðallega úr kítíni, skipt um vegna vaxtar við hamskipti. | |||
Undirfylking: Þríbrotar [Trilobita] árkambríum - perm |
Hinir útdauðu þríbrotar eru flokkaðir til liðfætlna vegna liðskiptingar líkamans og ytri stoðgrindar. | |||
Undirfylking: Krabbadýr [Crustacea] | Tálknfætlur [Branchiopoda] vatnaflær (árdevon - nútími); skelkrabbar [Ostracoda] (kambríum - nútími) hrúðurkarlar [cirripedia] (árdevon - nútími); stórkrabbar [malacostraca] (rækjur, humrar, krabbar, hrúðurkarlar) (kambríum nútími) | |||
Undirfylking: [hexapoda] Sexfætlur | Tegundaflesta dýra-undirfylking jarðarinnar. (líklega um 5/6 af öllum dýrategundum jarðarinnar) | |||
Flokkur: Skordýr [Insecta] | Rhyniognatha hirsti er elsta skordýrið sem enn er þekkt, 396 – 407 Má ◊ | |||
Undirflokkur: [Anisozygoptera] síðkol - nútími |
Drekaflugur ◊. | |||
Undirfylking: Klóskerar [Chelicerata] ordóvísíum - nútími |
[Merostomata] xiphosurida, skeifukrabbi (Limulus) ◊ ◊ | |||
Undirflokkur: Sæsporðdrekar [Eurypterida] kambríum - perm |
Sæsporðdrekar; ristvaxin liðdýr. Tegundin Pterygotus náði allt að 3 m lengd ◊ ◊ | |||
Flokkur: Áttfætlur [Arachnida] Sílúr - nútími | Áttfætlur [Arachnida] sporðdrekar og köngulær. | |||
Tegundahópur: Fjölfætlur [Uniramia] síðsílúr — nútími |
[Chilopoda] margfætlur, [millipede] þúsundfætlur, [Hexapoda] sexfætlur (skordýr, stökkskottur og flær) | |||