Gosaska: Kornastærð er látin ráða hvort gjóskan er flokkuð sem gosaska eða vikur og eru fíngerðustu agnirnar sem eru minni en 1 mm í þvermál flokkaðar sem gosaska. Hún þyrlast oft hátt í loft upp og berst stundum óravegu með vindum. Þannig hefur gosaska frá íslenskum eldfjöllum borist austur um haf til annarra landa.


Öskulög í rofabarði | H5 | H4 | H3 | Hekla 1104 | Landnámslagið || Öræfajökull 1362 | Askja 1875 |


Vikur: (∅ > 1 mm) Brot og molar úr storknuðu kvikufrauði nefnast vikur. Sé hraunbráðið súrt er vikurinn ljós og afar léttur því svo mikið er um loftbólur í hraunfrauðinu að vikurmolarnir fljóta á vatni uns holurnar fyllast með tímanum þegar vikurinn verður vatnsósa og hann sekkur til botns. Algengt er að sjá fljótandi vikurflekki á haffletinum þegar mikil vikurgos verða. Þess eru dæmi að vikurrendur í hlíðum sýni fornar strandlínur. Þannig sýnir vikur frá Heklugosinu, H4, sem var fyrir um 4000 árum árum, forna sjávarstöðu í Skandinavíu.

Vikur í Öskju Hekluvikur


Mikilvirkustu eldstöðvarnar, sem framleitt hafa súran vikur og gosösku síðan ísöld lauk, eru Hekla, Snæfellsjökull, ◊. Öræfajökull og Askja en basískur vikur hefur aðallega komið frá Kötlu og Grímsvötnum á þessum tíma. Basískur vikur er þyngri í sér og flýtur því ekki á vatni nema mjög skamma stund.


Dreifing gjóskunnar frá eldstöðinni fer eftir vindátt og vindstyrk. Gosaskan berst lengst undan vindi en grófasti vikurinn fellur næst eldstöðinni þar sem gjóskugeirinn er þykkastur en hann þynnist eftir því sem fjær dregur eldstöðinni. Þekkt öskulög, sem þegar hafa verið aldursgreind, má nota til að finna afstæðan aldur jarðmyndana. Mikilvægust í því sambandi eru öskulög Heklu og Öræfajökuls.


Sjá Sigurð Þórarinsson


Tafla yfir stór súr öskugos Heklu |T|



Til baka í gjósku.