Hekla er ung jarðfræðilega séð en vafalítið frægasta íslenska eldfjallið. Hún hefur hlaðið upp hrygg á SV - NA-lægu sprungukerfi. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ Gossaga Heklu sýnir að kísilsýruhlutfall, (SiO2), kvikunnar sem hún gýs hækkar eftir því sem hléin milli gosa hjá henni eru lengri. ◊ Það bendir til þess að undir Heklu sé kvikuþró þar sem kvikan nær að breytast og auka kísilsýruhlutfall sitt á milli gosa. ◊
Gos í Heklu gera sjaldnast boð á undan sér en þegar lindir og lækir umhverfis fjallið þornuðu mátti búast við gosi. Nú er fylgst með Heklu með fjarkönnun og GPS-mælingum og reynt að segja fyrir um gos út frá landrisi og Mogi-líkani.
Mælistöð við Næfurholt 11 km vestur af Heklu hefur reynst vel til að fylgjast með hæðarbreytingum á jarðskorpunni við Heklurætur. Síðustu áratugina hafa mælingar verið gerðar einu sinni til tvisvar á ári og sýna þær hvernig jarðskorpan rís jafnt og þétt milli gosa en sígur síðan nokkuð hratt meðan a gosi stendur, sbr. mynd. ◊ Ris og sig jarðskorpunnar endurspegla þrýstinginn í kvikukerfinu sem fóðrar gosin. Upptök þrýstingsbreytinganna eru á ~ 10 – 15 km dýpi undir fjallinu þar sem kvikan safnast fyrir á milli gosa en leitar til yfirborðsins þegar ákveðnum þrýstingi er náð.
Í töflu |T| sést að hlutfall kísilsýru breytist frá byrjun goss til loka þess. Á Norðurlandi austan Héraðsvatna sést þetta vel á H4 en þar er neðri hluti lagsins ljós en efri hlutinn grá-brúnn til brún-svartur.
Tafla yfir stór súr öskugos Heklu. ◊
Gjóskugos Heklu: |H5 | H4 | | H3 | Hekla 1104 |.
Kort yfir útbreiðslu hrauna frá landnámi ◊ til 2000. ◊
Gosannáll Heklu.
Sjá síðu um nafnið Hekla.
Heimildir: | Árni Hjartarson 1995: Á Hekluslóðum, Árbók 1995, Ferðafélag Íslands. | |
Ofeigsson, Benedikt G. et al. 2011: Deep magma storage at Hekla volcano, Iceland, revealed by InSAR time series analysis. JOURNAL OF GEOPHYSICAL RESEARCH, VOL. 116, B05401, doi:10.1029/2010JB007576, 2011 |