Hekla er ung jarðfræðilega séð en vafalítið frægasta íslenska eldfjallið. Hún hefur hlaðið upp hrygg á SV - NA-lægu sprungukerfi. Gossaga Heklu sýnir að kísilsýruhlutfall, (SiO2), kvikunnar sem hún gýs hækkar eftir því sem hléin milli gosa hjá henni eru lengri. Það bendir til þess að undir Heklu sé kvikuþró þar sem kvikan nær að breytast og auka kísilsýruhlutfall sitt á milli gosa.


Gos í Heklu gera sjaldnast boð á undan sér en þegar lindir og lækir umhverfis fjallið þornuðu mátti búast við gosi. Nú er fylgst með Heklu með fjarkönnun og GPS-mælingum og reynt að segja fyrir um gos út frá landrisi og Mogi-líkani.


Mælistöð við Næfurholt 11 km vestur af Heklu hefur reynst vel til að fylgjast með hæðarbreytingum á jarðskorpunni við Heklurætur. Síðustu áratugina hafa mælingar verið gerðar einu sinni til tvisvar á ári og sýna þær hvernig jarðskorpan rís jafnt og þétt milli gosa en sígur síðan nokkuð hratt meðan a gosi stendur, sbr. mynd. Ris og sig jarðskorpunnar endurspegla þrýstinginn í kvikukerfinu sem fóðrar gosin. Upptök þrýstingsbreytinganna eru á ~ 10 – 15 km dýpi undir fjallinu þar sem kvikan safnast fyrir á milli gosa en leitar til yfirborðsins þegar ákveðnum þrýstingi er náð.


Í töflu |T| sést að hlutfall kísilsýru breytist frá byrjun goss til loka þess. Á Norðurlandi austan Héraðsvatna sést þetta vel á H4 en þar er neðri hluti lagsins ljós en efri hlutinn grá-brúnn til brún-svartur.


Tafla yfir stór súr öskugos Heklu.


Gjóskugos Heklu: |H5 | H4 | | H3 | Hekla 1104 |.


Kort yfir útbreiðslu hrauna frá landnámi til 2000.


Myndir frá gosinu 1947:


Gosannáll Heklu.


Sjá síðu um nafnið Hekla.



Heimildir: Árni Hjartarson 1995: Á Hekluslóðum, Árbók 1995, Ferðafélag Íslands.
Ofeigsson, Benedikt G. et al. 2011: „Deep magma storage at Hekla volcano, Iceland, revealed by InSAR time series analysis“. JOURNAL OF GEOPHYSICAL RESEARCH, VOL. 116, B05401, doi:10.1029/2010JB007576, 2011


Til baka í eldkeilur