Nafnið Hekla sem er stytting úr Heklufell1 hefur reynst mörgum ráðgáta. Líklega er orðið af sama stofni og íslenska orðið hökull, hǫkull.4 [Fháþ, (Ahd): hachul; Físl: hekla].2 Flíkin hekla er víða nefnd í fornum ritum3 og hefur líklega verið slá sem karlar báru á annarri eða báðum öxlum.4 ◊ ◊ ◊
Á þeim tíma er Heklu var gefið nafn töluðu menn norrænt mál, norn, á Skotlandseyjum og þar má víða finna örnefni af norrænum stofni. Á eynni South Uist í Ytri Hebridseyjum er td. fjallið Hecla, 606 m hátt, og svipar það til Heklu frá vissum sjónarhornum. ◊ ◊
Hins vegar voru mikil gelísk áhrif á Hebridseymum frá Keltum sem kallaðir voru vestmenn. Nöfnin Vestmanna í Færeyjum og Vestmannaeyjar við Ísland má rekja til þeirra. Þrátt fyrir þessi gelísku áhrif á norræna málið hníga flest rök að því að nafnið Hekla sé af norrænum uppruna.
Heimildir: | 1 | Sigurður Þórarinsson 1952: Herbert múnkur og Heklufell, Náttúrufræðingurinn, 22. árg. 2. hefti bls. Bls: 49-61, 1952. |
2 | Online Etymology Dictionary < http://www.etymonline.com/index.php?term=hackle > |
|
3 | Landnámabók 101. kafli og fleiri tilvitnanir í forn rit. |
|
4 | Hægstad, Marius & Alf Torp 1909: Gamalnorsk ordbok : med Nynorsk tyding, < http://archive.org/stream/gamalnorskordbok00haeguoft/gamalnorskordbok00haeguoft_djvu.txt > Lesin 27.04.12 |
|