Plokkfiskur GK
|
|
Perlubyggið eða hrísgrjónin er soðið fyrst. Shallotlaukurinn er skorinn í fínar sneiðar en hnattlaukurinn litla teninga. Hvítlaukurinn er saxaður og sveppirnir sneiddur í fínar sneiðar. Paprikkan er skorin í litla teninga, sellerístangirnar í þunnar sneiðar og gulræturnar í fínar lengjur (julienne). Þetta er brúnað í smjöri á pönnu og látið krauma uns sveppirnir og laukbitarnir eru orðnir mjúkir. Það sem er á pönnunni er fært í pott ásamt hrísgrjónunum. Fiskurinn er skorinn í litlar sneiðar eða teninga og steiktur á pönnu uns hann er gegnsoðinn og losnar í flögur þegar ýtt er við fiskstykkin með sleif. Fiskinum er síðan helt í áður nefndan pott. Olíu, hveiti og mjólk bætt í til að jafna. Kryddað með hvítum pipar, salti, harissa, og sigtuðu tómatmauki og látið krauma í pottinum við vægan hita í nokkrar mínútur. Borið fram með hrásalati. |