Pönnusteiktur þorskhnakki með kapers



Efni:

Aðferð



Pannan (hert stál) er hituð er hituð í miðlungs hita 6/9 og 1 msk af repjuolíu hellt á pönnuna.

Flakinu er skipt í hæfilega bita og þeim þrýst niður í hveiti og komið fyrir á pönnunni. Þeirri hlið fiskstykksins snúið niður sem á að vísa upp við framreiðslu.

Snúðu fiskstykkjunum varlega við með tveimur spöðum sem heppilegir eru til verksins.

Komdu þunnu smjörstykki, rósmaríninu ásamt kapers og saltvökvanum fyrir á pönnunni.

Þegar smjörið hefur bráðnað er því ásamt rósmaríninu og kapersknúpunum ausið yfir fiskstykkin á meðan þau steikjast.

Meðlæti: salat, sósa og kartöflur ofnsteiktar eða soðnar.