Pönnur úr hertu stáli



Pönnur úr hertu stáli (carpon stáli) eru yfirleitt óvarðar og þess vegna þarf að undirbúa þær fyrir notkun. Best er að bera á þær til þess ætlað vax. (sjá hér að neðan).



Eftir notkun þarf að þvo þær vel undir heitu vatni og án allra hreinsiefna. Að því loknu þarf að þurrka pönnurnar vel og bera ¼ tsk af repjuolíu áður en þeim er komið á sinn stað fyrir næstu notkun,



Pannan undirbúin „Seasoning Carbon Steel Pan“


Eftir að pannan hefur verið skolu vel þarf að þurrka hana og láta hana standa á hellu með mjög vægum hita þannig að hún sé laus við allan raka.
Kældu pönnuna niður í stofuhita og berðu hálfa teskeið af þartil gerðu vaxi sem er blanda úr býflugnavaxi og olíum með háu reykmarki.

Vaxhúðin á að vera afar þunn.
Carbon Steel Seasoning Wax
frá madeincookware.com
Að þessu loknu er pönnunni komið fyrir á hvolfi í bökunarofni sem hefur verið stilltut á 250°C. og látin vera í hitanum í 2 klst. Slökkt er á ofninum og hann látinn kólna áður en pannan er tekin út og þá tilbúin til notkunar.



Hreinsun á stálpönnum
, „Carbon Steel“


Hreinsun á stálpönnu sem er án húðunar álíka og DE BUYER Crepe Pan. Hér er gert ráð fyrir að haldið á pönnunni sér ekki með tré í skaftinu eða neinu því efni sem ekki þolir 250°C hita í bökunarofni.
  • Stráð er fínnu borðsalti yfir pönnuna
  • Stráðu bökunarsóda yfir saltið á pönnunni
  • Helltu uppþvottalegi yfir söltin og hrærð þessu saman
  • Breiddu blöð (pappír) úr eldhúsrúllu yfir þannig að þau þeki allt efnið.
  • Helltu borðediki yfir pappírinn þannig að hann verði gegnblautur.
  • Láttu þetta bíða í uþb. 20 mínútur


Eifaldari aðferð:

  • Stráðu matarsóta (NaHCO3; [sodium bicarbonate, bicarbonate of soda] yfir pönnubotninn.
  • Breiddu eldhúspappír yfir flötinn.
  • Helltu ediki yfir pappírinn þannig að hann verði gegnblautur og sótinn kraumi undir honum.

Eftir 1 - 2 klst. ætti að vera auðvelt að hreinsa stálið. Að því loknu þarf að þurrka pönnuna og endurnýja húðina sbr. [Pannan undirbúin „Seasoning Carbon Steel Pan“] hér að ofan.

De Buyer stálpönnur ∅ 30 og 24 cm
Hreinsaðu ofangreindu efnin af pönnunni undir rennandi vatn og þvoðu síðan með grófum svampi og/eða pottavír.

Pottavír