Ofnbakaðar kartöflur


  • 1 kg kartöflur, jafnvel smælki (myr)
  • 1 msk saxað rósmarín
  • 3-4 hvítlauksrif, pressuð
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 1 dl ólífuolía
  • salt og pipar
Aðferð.
Skerið kartöflurnar í tvennt eða bátat, allt eftir stærð. Saxið rósmarín fínt og pressið hvítlaukinn. Setjið hvítlauk, rósmarín, olíu og salt og pipar í skál. Blandið saman og veltið kartöflubitunum síðan vel upp úr. Dreifið kartöflunum í stórum álbakka eða á bökunarpappír á plötu. Eldið í ofni við 180 gráður í um klukkustund.