Ofnbakaður fiskur à la Ingibjörg



Efni:

Sojasósan og lime-safinn eru í hlutföllunum 2:1.

Ferskt engifer, þumlungslengd, hýði tekið af og rifið fínt.

Hvítlaukur (1-2 geirar eftir smekk) rifinn (má líka nota hvíta hlutann af vorlauk (t.d. 4 stk).

Rauður chilli-pipar ½-1 stykki, fínt saxaður (eftir smekk, sleppa fræjum).

Smá skvettu af ljósri sesamolíu dreft yfir.

Fiskurinn er þakinn með sósunni og látinn bíða í ½ - 1klst (eftor s,ekk. (soja+lime sósan marinerar fiskinn sem flýtir fyrir suðunni.


Þegar fiskurinn er tilbúinn er smátt söxuðum jarðhnetum og fersku kóríander stráð yfir (fyrir kóríander má saxa grænu blöðin af vorlauknum of dreifa þeim yfir í staðinn).


---------------

Þetta er líka afbragðsgóð sósa til að dýfa hinu og þessu í, td. léttsteiktu nautakjöti eða risarækjum. Þannig varð þessi sósa raunar upphaflega til, og þá höfð með „fusion“ raclette. Þá má bæta út í sósuna í fínt söxuðu kóríander og ekki verra að setja einnig létt ristuð sesamfræ.


      Vatna-urriði.