Vorlaukur


[Dk: forårsløg; En: scallions, green onions, spring onion, sibies]



Vorlaukur er heiti sem er notað á ýmsar tegundir lauka (Allium) sem eiga það sameiginlegt að vera með lítinn og mjóan hnúð og græn safarík blöð. Slíkir laukar hafa yfirleitt mildara bragð og eru því notaðir í salöt (bæði hnúðurinn og blöðin) og ýmsa aðra matargerð sem grænn laukur. Orðið er þannig oft notað almennt yfir ferskan, óþroskaðan lauk (ýmsar tegundir) sem tíndur er á vorin.

Í Bandaríkjunum og Kanada er orðið scallion eða green onion yfirleitt notað um ófullþroska hnattlauka [Allium cepa] og það virðist einnig vera algengasta orðanotkunin í Danmörku.

Hnýðin af mörgum Allium tegundum eru notuð til matar en það sem einkennir vorlauka er að hnýðin eru ekki fullþroskuð og blöðin eru þess í stað notuð sem grænmeti og borðuð hrá eða soðin.
Vorlaukur