Kjötsúpa



Efni:  
  • 1 kg súpukjöt, helst frampartar
  • gulrófur
  • gulrætur
  • hvítkál
  • blaðlaukur
  • sellerístangir
  • laukur
  • súpujurtir
  • 6 rif hvítlaukur
  • kjötkraftur (lamb)
  • 1 dL haframjöl
  • hvítur pipar
  • 1 msk mulinn beltisþari
  • timian
  • sjávarsalt
 
Aðferð:  
Kjötið sett í pott með köldu ósöltu vatni sem flýtur vel yfir það. Síðan er kjötið soðið við 60°C – 70°C í eins litlu vatni og unnt er í 2 - 3 tíma eða uns það er orðið meirt. Fjarlægið brúnu froðuna sem flýtur á yfirborðinu.
Eftir suðuna er kjötið fært upp og skorið í hæfilega smáa bita.
  • gulrófurnar
  • gulræturnar
  • hvítkálið
  • blaðlaukurinn
  • sellerístangirnar
Skorið fremur smátt
  • hvítlauksrifin
Skorin í þunnar sneiðar
  • laukurinn
Skorinn í teninga
  Grænmrtið soðið í eins litlu vatni og unnt er.

  Þegar kjötið er tilbúið og grænmetið er soðið er kjötsoðinu og kjötinu hellt út í vatnið með grænmetinu.


Haframjölinu og mulda beltisþaranum blandað í súpuna.


Saltað uns réttu bragði er náð


Til prentunar.