Svartur Pipar [Piper nigrum]


Svartur pipar er framleiddur úr grænu steinaldini piparjurtarinnar sem ekki hefur náð fullum þroska. Aldinin eru snöggsoðin í vatni bæði til að hreinsa þau og undirbúa fyrir þurrkun. Hitinn rýfur frumuveggi í aldininu og flýtir það fyrir myndun hvata sem gera beri brún.

Steinaldinin eru ýmist þurrkuð í vélum eða í sólinni í nokkra daga.Við það dökknar hýðið umhverfis kjarnan og skreppur saman í krumpað yfirborð.
Piparaldin á Piper nigrum jurtinni
Svört piparkorn

Hvítur pipar


Hvítur pipar er kjarni piparaldinsins eftir að svarta hýðið hefur verið fjarlægt með því að leggja rauðu fullþroska steinaldinin í bleyti þannig að hýðið losni. Nakið fræið er síðan sólþurrkað.

Nýrri aðferðir gera þó ráð fyrir því að þetta sé gert í vélum með efna- og líffræðilegum aðferðum.

Piparplantan er líklega upprunnin fá Keralahéraði á sunnanverðum Dekanskaga.
Hvít piparkorn

Sjá Perúpipar