Sundhnúksgígar - Grindavík
Safn Mynda:
|◊ |
250716 03:54 |
Eldgos hófst kl. 03:54 á gossprungu suðaustan við Litla-Skógfell. Þetta tólfta gos er á svipuðum slóðum og gígurinn sem var lengst virkur í eldgosinu í ágúst sl. 1 Mikil gasmengun hefur fylgt gosinu og náði gildi fyrir brennisteins-díoxíð SO2 5.283,8 µg/m3 kl. 07:20 250716 í Njraðvík. ◊ Sjá blámóðu. Nyrst á sprungunni mynduðust nokkrar þrepstiga sprungur ◊ |
250401 09:44 |
Eldgos hófst á rétt norðan við varnargarðinn sem liggur norðan Grindavíkurbæjar. Hraun virðist komið innfyrir varnargarðinn kl. 10:00. ◊ GPS mælingar og þrýstingsmælingar í borholum sýna einnig skýrar breytingar sem benda til þess að kvikuhlaup sé hafið. Þetta gos er það 8. á Sundhnúkagígaröðinni. Áköf jarðskjálftahrina hófst kl. 6:30 í morgun á Sundhnúksgígaröðinni. Skjálftahrinan er staðsett á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Skjálftavirknin er á svipuðum slóðum og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. ◊ Engin kvika er komin upp á yfirborðið en miðað við þau merki sem sjást á mælum er líklegt að eldgos hefjist í kjölfarið.1 Goosið stóð ekki lengi og er talið að því hafi lokið kl. 16:45.1 |
241209 14:41 |
Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Það hófst að kvöldi 20. nóvember og það stóð í 18 daga. Fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar að þetta sé annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá í desember í fyrra. |
241120 | Eldgos hófst 241120 kl. 23.14 nálægt Stóra-Skógfelli og er talið minna en síðasta eldgos. Þetta var dæmigert sprunngugos eins og hin fyrri en kvikustrókavirknin ekki eins áköf. ◊ |
240905 | Eldgosinu norðan við Stóra Skógfell er lokið. ◊ Landris er að nýju hafið í Svartsengi.1 |
240822 21:26 |
Eldgos hófst kl. 21:26 eftir undanfarandi skjálftahrinu á sprungu austan við Sundhnúka og Stóra-Skógfell. Sprungan varð um 3,9 km löng og teygði sig til NA norðurundir Kálffellsheiði. ◊ |
240813 12:22 |
Mælingar á aflögun og jarðskjálftavirkni sýna svipuð merki og fyrir síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Einnig sýna líkanreikningar að rúmmál kviku undir Svartsengi er núna áætlað meira en fyrir síðasta eldgos sem hófst þann 29. maí. Landris og kvikusöfnun hélt áfram í tvær vikur áður en til eldgoss kom. Þess vegna þarf að gera ráð fyrir því að kvikuhlaup og eldgos geti hafist hvenær sem er, en fyrri dæmi sýna að það gæti þó dregist.1 |
240622 | Goslok! Veðurstofan tilkynnti að gosinu sem hófst við Sundhnúkagígaröð þann 29. maí, væri sennilega lokið. |
240530 | Blámóða frá eldgosinu lág víða yfir á Austur- og Norðurlandi. Veðurstofan hefur fengið tilkynningar frá Norðfirði og úr Mývatnssveit og íbúar á Jökuldal höfðu haft samband við fréttastofu og lýst móðunni.2 GPS mælingar sýna að land í Svartsengi seig um 15 cm þegar kvika hljóp þaðan.1 |
240529 12:46 8. gosið |
Eldgos hófst nærri Sundhnúkum 12:46 og virðist vera norðaustan við Sýlingafell. Gosstrókarnir ná að minnsta kosti 50 metra hæð og lengdin á spurngunni sem varð fljótlega 3,2 -3,4 km löng. Búist er við því að fljótlega fari að draga úr gosinu því að nú þegar er meira en helmingurinn af þeim 20 milljón rúmmetrum kviku sem hafði safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi horfnir þaðan.◊ Lengri tími leið nú frá skjálftavirkni fyrir gos og aflögunar yfirborðs. |
240509 | Eldgosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Engin virkni hefur verið í gígnum í tæpan sólarhring. Gosið stóð í tæplega 54 daga. Engin virkni hefur verið í gígnum sem gosið hefur úr við Sundhnúksgíga í næstum sólarhring. Eldgosinu, sem stóð í tæpa 54 daga, er því lokið. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Minney Sigurðardóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir gosóróa hafa dottið alveg niður og engin merki sjást um kvikuhreyfingu í drónaflugi. „Þannig að við teljum þessu vera lokið í bili og lýsum yfir goslokum.“2 ◊ |
240321 | Í morgun fóru sérfræðingar Landmælinga Íslands og Náttúrufræðistofnunar í loftmyndaflug yfir gosstöðvarnar. Út frá þeim myndum er hægt að áætla stærð hraunbreiðunnar og meðal hraunflæði frá eldgosinu. Þær niðurstöður verða birtar um leið og unnið hefur verið úr gögnunum.1 Virkni eldgossins virðist nokkuð stöðug og áfram eru virk gosop á sömu stöðum og verið hefur síuðustu daga. Hraun rennur frá gígunum í suður ofan á hrauni sem rann á fyrstu dögum gossins. Lítil sem engin hreyfing hefur mælst á hraunjöðrum nærri Suðurstrandarvegi og Svartsengi. Jarðskjálftavirkni síðan eldgosið hófst á laugardagskvöld hefur verið minniháttar.1 |
240316 | Gos hófst kl. 20:23 á sprungu austan við Stóra Skógfell og suður undir norðaustanvert Hagafell. ◊ ![]() ![]() ![]() ![]() |
240210 | Gosinu er lokið samkvæmt fréttum RÚV nú í kvöld. Hjálögnin gaf sig þegar hleypt var vatni á hana. Bilunin er undir miðri hrauntotunni. Hraunkvikan sem gaus í febrúar hefur mjög svipaða efnasamsetningu og sú sem kom upp í tveimur fyrri gosum við Sundhnúksgíga, sem gefur til kynna að kvikan hafi í öllum tilfellum komið úr sama kvikugeymi. Hraunin í öllum þremur gosum við Sundhnúksgíga eru þróaðri (lægri styrkur MgO) en kvikan sem kom upp í Fagradalsfjalli. Þetta samræmist því að kvikugeymir sé í miðri jarðskorpunni og styður þá kenningu að þenslu við Svartsengi megi rekja til þessa kvikugeymis. ◊ Þetta samræmist því að kvikan hafi dvalið í kvikugeymi í miðri jarðskorpunni og stypur það hann hafi valdið þenslu undir Svartsengi. |
240209 | Greinin „Fracturing and tectonic stress drives ultrarapid magma flow into dikes“ eftir Freystein Sigmundsson et al. var að birtast í vísindatímaritinu Science. Í greininni er að finna mynd að ganginum umtalaða sem hér er birt með íslenskum þýðingum. (Myndin er fengin af skjá RÚV: ◊ |
240208 | Eldgos hafið á ný. Mikil smáskjálftavirkni hófst í morgun kl. 5:30 NA við Sýlingarfell ◊ Unnið var í kapphlaupi við hraunið að bjarga heitavatnslögninni til Njarðvíkur ◊ Í norðanáttinni sem var við upphaf gossins barst gjóska suður yfir Brindavíkurbæ og sást gjall og etv einnig nornahár í snjónum. ◊ Kort af gosstöðvunum og hraunrennsli birt um hádegi. ◊ Útbreiðsla hraunsins 240208;13:04. ◊ |
240205 | Samkvæmt uppfærðum gögnum gervitungla og GPS-mælinga yfir tímabilið frá 240116 til 240205 er talið að undir Svartsengi hafi nú 9 milljón m3 safnast þar fyrir. Áætlað er að um 9 – 13 milljón rúmmetrar hafi streymt frá kvikusöfnunarsvæðinu undir Svartsengi þegar kvika hljóp þaðan og gaus nærri Hagafelli þann 14. Janúar. Því hefur áætlað magn kviku undir Svartsengi nú náð neðri mörkum af því magni sem talið er að hafi safnast þar fyrir síðasta eldgos. Áfram eru því taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi á næstu dögum eða vikum.1 í dag var þessi mynd birt af mikilli sprungu undir gervigrasinu í Grindavík. ◊
|
240119 |
Eldgosinu er lokið. Kvika flæðir ekki lengur inn í kvikuganginn sem myndaðist 14. janúar sl. og eldgosinu er því lokið.1
|
240118 | Enn eru ský merki um landris.1
|
240117 | Sýni sem voru tekin bæði frá nyrðri og syðri gossprungunni síðdegis 14. janúar 2024 sýna að hraunið við Grindavík er skylt kvikunni sem kom upp við Fagradalsfjall (2021-2023) og við Sundhnúk (desember 2023)
eins og sést á svipu›u hlutfalli K2O/TiO2, en Grindavíkurkvikan kom úr þróaðra og einsleitara kvikustreymi. Sjá pdf-skjal. |
240116 | Engin virkni er sjáanleg í gossprungunum. Síðast sáust hraunspýjur koma upp úr nyrðri sprungunni rétt upp úr kl. 01 í nótt. Áfram dregur úr jarðskjálftavirkni og hafa um 200 smáskjálftar mælst í kvikuganginum frá miðnætti sem benda til þess að kvika sé þar á hreyfingu og svæðið að jafna sig. Mesta skjálftavirknin er við Hagafell í nágrenni við fyrri gossprunguna sem opnaðist á sunnudagsmorgun. Of snemmt er að lýsa yfir goslokum.
Nýr sigdalur hefur myndast í Grindavík. ◊ |
240115 |
|
240114 | Hraun rennur yfir bæjarmörk og veldur þar töluverðu tjóni. Dregið hefur verulega úr aflögun. Ekki útilokað að fleiri gossprungur myndist. ◊ ![]() ![]() |
240114 14:51 |
Hraun rennur til vesturs meðfram varnargarðinum og yfir veginn og heitavatnsleiðsluna hjá GPS,GRIC. ◊ ![]() ![]() |
240114 12:19 |
Ný gossprunga opnaðist rétt í þessu örstutt frá byggðinni í Grindavík. Áætluð fjarlægð er um 50 metrar. Hraun hefur nú runnið inn í byggðina í götuna Efrahóp, nyrst í bænum. ◊ ![]() |
240114 07:57 |
Eldgos hófst 07:57 suðaustan við Hagafell. ◊ ![]() ![]() |
240103 | Frá kl. 03:43 til 08:24 mældust 10 skjálftar yfir M 3 NNA til SSV af Grindavík.1 |
231221 | Engin virkni var á eldstðvunum norður af Grindavík í dag.1 |
231210 | Áfram dregur úr krafti gossins. Á nýjum yfirlitsmyndum af svæðinu sést að nú gýs úr tveimur gígum. Mest virkni er í gígnum sem er beint austur af Sýlingarfelli og er syðsti gígurinn af þessum þremur sem voru virkir í gær. Hraun heldur áfram að flæða í austur út frá eldstöðvunum, en einnig hefur hrauntunga runnið í vestur fyrir norðan Stóra-Skógsfell. Engin breyting er sjáanleg á hraunjaðrinum sem er lengst í suður. Á gervitunglamyndum sem teknar voru í gærkvöldi sést að hraunbreiðan sem hefur myndast er um 3,7 km2 að flatarmáli.1 |
231219 | Dregið hefur úr virkninni á gossprungunni frá því sem var í gær.1 ◊ Kort af hraunum á Reykjanesi og tilgátumynd af ganginum: ◊ |
231218 |
Eldgos hófst á milli Sýlingarfells og Hagafells á Reykjanesskaga, norðvestur af Grindavík 22:17 í kjölfar skjálftahrinu sem hófst um kl. 21. ◊ ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
231116 | Mynd sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýna breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig ◊ ![]() ![]() Nokkrar myndir af siggengjum: ◊ ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
231111; 18:20 | Unnin voru líkön út frá gervitunglamyndum og GPS mælingum. Líkön sýna að umfang kvikugangsins er verulegt og kvika er að nálgast yfirborð. Gangurinn nær frá Kálffellsheiði í norðri og liggur rétt vestan Grindavíkur og í sjó fram í suðvestur stefnu. Kvikugangurinn er um 15 km langur og kvikan liggur á um 800 m dýpi þar sem hún er grynnst. Það skal tekið fram að líkönin byggja á gervitunglagögnum sem eru um 12 klukkustunda gömul og því þarf að gera ráð fyrir að kvikan hafi færst nær yfirborði en 800 m. Út frá þessu má álykta að verulegar líkur eru á að kvika nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur eru einnig á að kvika geti komið upp á hafsbotni. Dregið hefur mikið úr jarðskjálftavirkni eftir hádegi í dag. Talið er að megin ástæða þess sé mikil spennulosun á svæðinu vegna jarðskjálfta gærdagsins og aflögunar vegna kvikugangsins. Vegna spennulosunarinnar er líklegt að kvikan eigi greiða leið til yfirborðs og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst. Líkön benda einnig til þess að kvika geti komið upp á syðri enda kvikugangsins rétt utan Grindavíkur. Líkur á eldgosi á hafsbotni hafa því aukist og búa þarf sig undir möguleika á sprengigosi. Hættusvæði hefur verið skilgreint út frá legu kvikugangsins.1 |
231113; 16:10 | Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að 1,0 m. Gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember. Myndin sýnir umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra. Þessi mynd var hluti af þeim gögnum sem voru samtúlkuð af vísindafólk Veðurstofunnar og Háskóla Íslands og var sú niðurstaða notuð til grundvallar þeirri ákvörðun almannavarna að rýma Grindavíkurbæ föstudagskvöldið 10. nóvember.1 |
231111; 11:15 | Um 800 skjálftar hafa mælst á umbrotasvæðinu frá því á miðnætti. Aðeins dróg úr skjálftavirkninni síðustu klukkutímana, sem mælist þó ennþá mikil. Mesta skjálftavirknin síðustu klukkustundirnar hefur verið við suðvestur enda gangsins nærri Grindavík. Gögnin benda til þess að kvikugangurinn nái frá Stóra-Skógsfelli í norðri og suður fyrir Grindavíkurbæ út í sjó. Samkvæmt allra fyrstu líkanreikningum, byggt á gervitunglagögnum síðan í gærkvöldi, var dýpi niður á topp kvikugangsins norður af Grindavík áætlað um 1,5 km. Út frá nýjustu GPS gögnum er hraði aflögunarinnar margfaldur á við það sem mælst hefur í umbrotunum á Reykjanesskaga. Út frá þeim mælingum og gervitunglamyndum virðist stærð kvikugangsins og kvikuflæðið honum tengdum vera margfalt á við það sem áður hefur mælst í umbrotunum á Reykjanesskaga síðustu ár. Þótt líkön bendi til þess að kvikugangurinn teygi sig út í sjó suður af Grindavík, þá er ólíklegt að kvika komi upp á hafsbotni, ef horft er til gossögunnar á þessu svæði auk þess sem gliðnun þar er mun minni en við miðbik sprungunnar við Sundhnjúkagíga.1 Hér má minn á gosið í Yngra Stampahrauni en þar náði gossprungar út í sjó. ◊. |
231110; 23:00 | Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga í dag og síðdegis. Skjálftavirknin hefur færst suður í átt að Grindavíkurbæ. Byggt á því hvernig skjálftavirknin hefur þróast síðan kl. 18 í dag, ásamt niðurstöðum úr GPS mælingum eru líkur á því að kvikugangur hafi teygt sig undir Grindavíkurbæ. Í ljósi þessarar niðurstöðu hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir neyðarstigi Almannavarna. Hafin er rýming Gríndavíkurbæjar. Á þessu stigi er ekki hægt að segja til um hvort og hvar kvika geti náð til yfirborðs. Vísbendingar eru um að talsvert magn kviku sé á hreyfingu á svæði sem liggur frá Sundhnjúkagígum í norðri í átt að Grindavík. Magn kviku sem um ræðir er umtalsvert meira en sést hefur í stærstu kvikuinnskotunum sem urðu í tengslum við eldgosin við Fagradalsfjall. Verið er að afla frekari gagna til að reikna líkön sem gefa nákvæmari mynd af kvikuganginum. Á þessar stundu er ekki hægt að segja til um hvenær þeirri vinnu lýkur.1 Tafla með skjálftum yfir M3 231110 og staðsetning skjálftanna sem voru yfir 4M. ◊ |
231110; 19:00 | Skjálftavirknin sem mælist við Sundhnjúkagíga einskorðast við svæði sem er um 3 km NA af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mælast eru á um 3 – 3.5 km dýpi. Þau merki sem sjást núna við Sundhnjúkagíga eru sambærileg þeim sem sáust í aðdraganda fyrsta gossins við Fagradalsfjall 2021 og svipar mjög til skjálftavirkninnar sem mældist um mánuði fyrir gos. Ef sú atburðarrás er skoðuð sem endaði í eldgosinu sem hófst 19. mars og á meðan að skjálftavirknin grynnkar ekki verulega úr því sem komið er, þá er líklegasta sviðsmyndin sú að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.1 |
231110; 13:00 | Kl. 12:44 varð skjálfti af stærð M4,1 rétt við Sýlingarfell sem er vestan við Sundhnjúkagíga. Gígarnir eru um 2-3 km norðaustan við Grindavík. Nokkuð þétt jarðskjálftahviða hófst um klukkan 7 í morgun á þessum slóðum og hafa tæplega 800 skjálftar mælst þar frá miðnætti, þar af níu af stærð 3 eða stærri. Dýpi skjálftanna er um 5 km. Slíkar skjálftahviður hafa áður mælst á þessu svæði. Ekki er hægt að útiloka að skjálftavirknin við Sundhnjúkagíga sé vegna kviku á talsverðu dýpi. Kvikusöfnun heldur áfram við Þorbjörn á sama dýpi og svipuðum hraða og áður. Henni fylgir hviðukennd skjálftavirkni líkt og varð vart við í gær og í morgun. 1 |
23110 | Síðasta sólarhring hafa um 1300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga, þar af þrír skjálftar yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn varð um 3 km NA við Þorbjörn og mældist 3,6 að stærð um kl. 7 í morgun. Aflögunarmælingar sýna að landris heldur áfram á svæðinu NV við Þorbjörn og eru vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudaginn 3. nóvember. Frá 27. október hefur land risið um 7 cm skv. GPS mælistöð á Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um 5 km dýpi. Samkvæmt uppfærðum líkanreikningum, sem byggja á gögnum frá 27. október til 3. nóvember, er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem hafa myndast við Þorbjörn frá árinu 2020. Innflæði inní sylluna er metið um 7 m3/s sem er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn. Á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram má gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.1 |
231106; 12:40 | Síðasta sólarhring hafa um 1300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga, þar af þrír skjálftar yfir 3 að stærð. Stærsti skjálftinn varð um 3 km NA við Þorbjörn og mældist 3,6 að stærð um kl. 7 í morgun. Aflögunarmælingar sýna að landris heldur áfram á svæðinu NV við Þorbjörn og eru vísbendingar um aukinn hraða á þenslu frá því á föstudaginn 3. nóvember. Frá 27. október hefur land risið um 7 cm skv. GPS mælistöð á Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um 5 km dýpi. Samkvæmt uppfærðum líkanreikningum, sem byggja á gögnum frá 27. október til 3. nóvember, er syllan orðin tvöfalt stærri en þær fjórar syllur sem hafa myndast við Þorbjörn frá árinu 2020. Innflæði inní sylluna er metið um 7 m3/s sem er fjórfalt hraðar en fyrri innskot við Þorbjörn. Á meðan að kvikusöfnunin heldur áfram má gera ráð fyrir skjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna þess að kvikuinnskotið veldur aukinni spennu á svæðinu.1 |
231104 | Á svæðinu NV við Þorbjörn liggja sprungur með stefnu N-S og tengjast flekaskilunum. Skjálftarnir austan og vestan við kvikuinnskotið hjá Þorbirni eru kallaðir gikkskjálftar. Jarðskjálftar (hringir) yfir stærð M1,5 frá miðnætti þann 3. nóvember til kl. 10:45 þann 4. nóvember. Litakvarðinn til vinstri sýnir hvenær á tímabilinu skjálftarnir urðu og stærð hringjanna sýnir afstæðan mun á skjálftastærð. Staðsetningar skjálftamælistöðva (þríhyrningar) og aflögunarmælistöðva (GPS, kassar) eru einnig sýndar.1 |
231103 | Á svæðinu NV við Þorbjörn liggja sprungur með stefnu N-S og tengjast flekaskilunum. Skjálftarnir austan og vestan við kvikuinnskotið hjá Þorbirni eru kallaðir gikkskjálft ar. Jarðskjálftar (hringir) yfir stærð M1,5 frá miðnætti þann 3. nóvember til kl. 10:45 þann 4. nóvember. Litakvarðinn til vinstri sýnir hvenær á tímabilinu skjálftarnir urðu og stærð hringjanna sýnir afstæðan mun á skjálftastærð. Staðsetningar skjálftamælistöðva (þríhyrningar) og aflögunarmælistöðva (GPS, kassar) eru einnig sýndar.1 |
231102; 13.50 | Skjálftavirkni heldur áfram á svæðinu af völdum spennubreytinga í skorpunni sem innskotið veldur. Skjálftahrinan var ákafari eftir miðnætti og til morguns en frá miðnætti hafa um 1000 jarðskjálftar mælst á svæðinu, þar af tólf yfir M3,0 að stærð og tveir yfir M4,0 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist kl. 08:06 og var M4,3 að stærð. ‘ Gögn frá GPS mælingum og gervitunglum benda til landris með miðju NV við Þorbjörn haldi áfram af völdum kvikuinnskots á 4,5 km dýpi.1 |
231102 | Nýjasta gervitunglamynd síðan í gærkvöldi (31. október), sýnir 5-6 cm aflögun á 12 daga tímabili með miðju norðvestan við Þorbjörn. Sama aflögunarmerki sést á GPS mælingum á svæðinu og nýjustu GPS-mælingar frá því í morgun sýna að hraði aflögunarinnar er svipaður síðustu daga. Þegar jarðskjálfta-, aflögunar- og gervitunglagögn eru túlkuð saman er ályktað að kvikuinnskot sé til staðar á um 4 km dýpi norðvestan við Þorbjörn. Staðsetning kvikunnar er óbreytt frá því í gær þegar vart var við kvikuhreyfingar á svæðinu. Þá um morguninn hófst ör skjálftavirkni sem var merki um kvikuhlaup og stóð það yfir í um 2 klukkustundir. Nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika sé að brjóta sér leið grynnra í jarðskorpunni en staðan getur hinsvegar breyst hratt.1 |
231101; 12:20 | Nýjasta gervitunglamynd síðan í gærkvöldi (31. október), sýnir 5-6 cm aflögun á 12 daga tímabili með miðju norðvestan við Þorbjörn. Sama aflögunarmerki sést á GPS mælingum á svæðinu og nýjustu GPS-mælingar frá því í morgun sýna að hraði aflögunarinnar er svipaður síðustu daga. Bylgjuvíxlmynd: ◊ Þegar jarðskjálfta-, aflögunar- og gervitunglagögn eru túlkuð saman er ályktað að kvikuinnskot sé til staðar á um 4 km dýpi norðvestan við Þorbjörn. Staðsetning kvikunnar er óbreytt frá því í gær þegar vart var við kvikuhreyfingar á svæðinu. Þá um morguninn hófst ör skjálftavirkni sem var merki um kvikuhlaup og stóð það yfir í um 2 klukkustundir. Nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika sé að brjóta sér leið grynnra í jarðskorpunni en staðan getur hinsvegar breyst hratt.1 |
23.10.29 | Nýjustu gögn frá GPS mælaneti Veðurstofunnar umhverfis Þorbjörn og Svartsengi, staðfesta að landris sem hófst 27. oktober heldur áfram. Eins og kom fram í uppfærslu fréttar í gærdag, er þenslan hraðari en í fyrri atburðum á svipuðu svæði 2020 og 2022. Heldur hefur dregið úr jarðskjálftavirkni norðan Grindavíkur á síðastliðnum sólarhring og ekki eru sjáanlegar breytingar á dýpi skjálfta. Rétt er að vara við því að á meðan að landrisi stendur yfir, getur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur, með jarðskjálftum sem fólk finnur vel fyrir. Búist er við nýjum gervihnattagögnum seinna í dag og þá verður reynt að vinna úr þeim gögnum eins fljótt og auðið er. Gagnaúrvinnsla bylgjuvíxlmynda mun hjálpa til við að greina betur umfang virkninnar undanfarna 12 daga. Á morgun er búist við að niðurstaða þeirrar greiningar liggi fyrir. Margþætt ferli kvikuhreyfinga stendur yfir á Reykjanesskaga, túlkun á aflögunar- og skjálftagögnum benda til þess að kvikusöfnun á dýpi sé á nokkrum afmörkuðum svæðunum sem hafa viðtæk áhrif á skaganum öllum.1 |
231028 | Nýjustu GPS gögn og InSAR mynd unnin úr gervitunglagögnum frá því síðdegis í gær sýna skýr merki um landris nærri Svartsengi. Landris virðist hafa hafist í gær, 27. október og bendir til aukins þrýstings, líklegast vegna kvikuinnskots á dýpi. Miðja landrissins er um 1,5 km norðvestan við Þorbjörn, nærri Bláa lóninu. Árin 2020 og 2022, mældist einnig landris á sama svæði. Þetta er í fimmta sinn síðan 2020 sem landris mælist þar. Fyrsta mat á hraða landrissins sem er í gangi núna er að það sé hraðara en áður. Að svo stöddu er ekki merki um að kvika færist nær yfirborði, aðstæður geta hins vegar breyst á skömmum tíma. Sprunguhreyfingar vegna gikkskjálfta nærri og austan Svartsengis gætu mögulega gert kvikunni kleift að færast grynnra í skorpunni. Síðustu aflögunargögn frá Reykjanesskaga sýna að margþætt ferli kvikuhreyfinga stendur yfir í jarðskorpunni. Þessi ferli hafa áhrif á stóru svæði, þar á meðal Fagradalsfjall (þar sem þensla heldur áfram - síðan í ágúst 2023), svæði austan Festarfjalls (þar sem aflögun virðist hafa stöðvast) og á síðasta sólarhring sýna gögn landris nærri Svartsengi. Yfir 7000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Hrinan stendur enn yfir þótt aðeins hafi dregið úr virkninni. Þrátt fyrir það eru enn líkur á að jarðskjálftar finnist á svæðinu. Líkanareikningar verða gerðir í dag til að reyna að áætla dýpi og stærð innskotsins norðvestan við Þorbjörn. Ný gervitunglagögn verða aðgengileg annað kvöld og túlkun á þeim á fyrripart mánudags (30. október). Þau gögn ættu að gefa aukna innsýn í kvikuhreyfingar og aflögun á Reykjanesskaga.1 |
231027 | Jarðskjálftahrinan norðan við Grindavík heldur áfram og hafa um 1000 jarðskjálftar mælst frá miðnætti. Frá því að hrinan hófst þann 24. október hafa um 5800 skjálftar mælst. Skjálfti af stærð M4,0 varð kl. 04:02 í nótt um 2 km norðan við Grindavík. Skjálftavirknin er talin vera afleiðing spennubreytinga vegna aflögunar á Reykjanesskaga síðustu ár. Nýjustu cGPS gögnin staðfesta aflögun sem mældist í gær austan Festarfjalls. Samtals lárétt hreyfing sem mælst hefur á FEFC stöðinni nær núna 2 cm. Í dag mælist þenslan líka á annarri stöð, Selatöngum, austan við FEFC stöðina. InSAR mynd unnin úr gervitunglagögnum frá 26-27 okt. sýnir engin merki um aflögun á þessu svæði, þó hreyfing á cGPS stöðvum á sama tímabili var um 1 cm, sem er líklega of litil til að sjást á gervitunglamynd. cGPS stöðvar í kringum og norðan við Gindavík sýna ekki markverðar breytingar.1 Mynd: kvikusoefnun-fagradalsfjall.tif |
231026 |
Jarðskjálftahrinan sem hófst 24. 10.2023 heldur áfram. Tæplega 4000 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum og þar af 14 yfir M3,0 að stærð. Mesta virknin hefur verið frá Stóra-Skógsfelli í norðaustri að Eldvörpum. Skjálftarnir eru á 2-6 km dýpi. Stærsti skjálftinn mældist 25. október kl 8:18 og var M4,5 að stærð. Skjálftarnir voru á 2 – 6 kmdýpi. 1 Skjálftarnir eru taldir vera gikkskjálftar vegna áframhaldandi þenslu á töluverðu dýpi undir Fagradalsfjalli sem hefur verið í gangi frá goslokum sumarið 2023. ◊ |
231025 | Öflug jarðskjálftahrina hófst í nótt norðan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir voru 3,9 M (5:35), 4,5 M (08:18) og báðir á ~5 km dýpi. Þessir skjálftar eru taldir hafa orðið vegna afleiðinga aflögunar og spennubreytinga á Reykjanesskaga síðustu ár. Óvíst er að um sé að ræða kvikuinnskot undir svæðinu við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur. ◊ |
Heimildir: | ||
1 | Vedurstofa Íslands |
|
2 | RÚV, innlendar fréttir. < https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-05-09-eldgosinu-lokid-412316 > |
|