blámóða: [blue mist] er móða eða mistur í andrúmslofti sem myndast oftast þegar örfínar agnir dreifa sólarljósinu á sérstakann hátt. Hún stafar oftast frá sameindum brennisteins-díoxíðs, SO2, sem losnar við brennslu jarðefna og í eldgosum. SO2(g) gasið er ekki sýnilegt en ef það þvælist um í andrúmsloftinu við vissar aðstæður hvarfast það smám saman í [SO4-2] (0,1 – 5%/klst.) sem eykst við hækkandi hitastig, slóskin og tilvist oxandi efna. Frekari hvörf [SO4-2] við vatnsgufu geta valdið myndun brennisteinssýru [H2SO4] sem er tærandi sýra og skaðleg viskerfum og fólki. Brennisteinssýran getur mindað svifagnir í andrúmsloftinu1 sem mynda blámóðu og skerða mjög skyggni. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊
Í andrúmsloftinu breytist losun brennisteinsdíoxíðs [SO2] hægt og rólega í súlfat [SO4) með hraðanum 0,1–5% á klukkustund, hraðinn eykst með hærra hitastigi, sólskini og nærveru oxunarefna. Frekari viðbrögð við vatnsgufu geta myndað brennisteinssýru [H2SO4], ætandi sýru sem er skaðleg vistkerfum og mönnum, og einnig ammóníumsúlfat [NH4)2SO4], sem er sérstaklega áhrifaríkt til að skerða skyggni.2
Dvalartími súlfatagna í andrúmsloftinu er langur, 2–10 dagar, sem veldur því að þau geta borist langar leiðir. Vegna þess að súlfat agnir eru tiltölulega leysanlegar skolar úrkoma þær út, sem leiðir til súrs regns. Af mismunandi stærðum svifagna geta súlfatagnir safnast seman sem nemur um 10.000 ögnum á 1 cm3 í þéttbýli.2
Liturinn á sér sömu skýringar og himinbláminn. ◊ ◊
Hér má sjá tilgátu Þorvaldar Þórðarsonar um flutning móðunnar frá Skaftáreldum 1783 ◊ og einnig áætlaða hnattræna útbreiðslu. ◊ ◊. ◊. ◊ ◊
Hér er tafla sem sýnir áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. © Umhverfisstofnun.