Skaftáreldar 1783 -1784, ásamt þeytigosum í Grímsvötnum voru afleiðing tveggja ára umbrotahrinu í eldstöðvakerfi Grímsvatna frá miðjum maí 1783 til 26. maí 1785. Skaftáreldagosið er á eftir Eldgjárgosinu 934-940. annað stærsta flæðigos á sögulegum tíma og mestu náttúruhamfarir sem sögur fara af á Íslandi. Samtíma heimildir benda til þess að eldsumbrotin hafi gerst í amk. 14 goshrinum. Tíu af þessum goshrinum voru sjálfir Skaftáreldarnir á 27 km langri gossprungu sem klífur móbergsfjallið Laka á Síðumannaafrétti. ◊ Sérhver goshrina hófst með jarðskjálftum og öflugu þeytigosi og í kjölfar hverrar hrinu jókst hraubrennslið verulega frá gosstöðvunum og niður á láglendið. Grímsvötn gusu amk. sex sinnum á meðan Skaftáreldar stóðu yfir og tvívegis eftir að eldarnir kulnuðu á gossprungunni í Lakagígum þe. í apríl 1784 og maí 1785.3
Hraunstraumurinn frá Lakagígum SV Laka rann niður Skaftárgljúfur frá 11. júní til loka júlí 1783 og myndaði Ytra Eldhraun á láglendi frá Kúðafljóti austur að Landdbroti. Austari hraunstraumurinn rann frá Lakagígum NA Laka frá 29. júlí til loka október 1783 og myndaðiEystra Eldhraun eða Brunahraun. ◊
Á þeim átta mánuðum sem gosið stóð frá morgni 8. júní til 7. febrúar runnu 14,7 ± 1,0 km3 og gjóskan rúmir 0,4 km3 (miðað við fast berg).2 Einnig kom upp mikið af lofttegundum og mynduðu þær bláleita móðu sem móðuharðindin eru kennd við.
◊ ◊ ◊. ◊.
Sumarhiti á Íslandi var undir meðallagi í júlí 1783 en yfir meðallagi í Vestur-Evrópu. ◊ Eftir gosið virðist kólna. ◊ Sumir vilja gera því skóna að uppskerubrestur og óáran sem fylgdi í kjölfar blámóðunnar frá Skaftáreldum hafi flýtt fyrir frönsku byltingunni sem hófst 1789.
Skaftáreldar eru það gos hér á landi er mestu tjóni hefur valdið með eitruðum lofttegundum. Lauslega hefur verið áætlað að í gosinu hafi eftirfarandi magn af gosgufum komið upp: 1,4
235 · 106 tonn | H2O(g) |
122 · 106 tonn | SO2(g) |
349 · 106 tonn | CO2(g) |
6,8 · 106 tonn | HCl(g) |
15,1 · 106 tonn | HF(g) |
Talið er að brennisteinsdíoxíðið hafi átt mestan þátt í að spilla gróðri en flúormengun hefur einnig átt stóran þátt í þeim skepnufelli er fylgdi í kjölfarið. Flúorið binst á yfirborð gjóskukornanna og magn þess eykst því hlutfallslega eftir því sem askan er fíngerðari og yfirborðsmeiri. Eins millimetra þykkt fínkornað og flúormengað öskulag sem leggst á gróður í gróandanum getur valdið því að hann verði banvænn fyrir skepnur. Flúorið sest aðallega í bein og veldur þar skemmdum og truflun á beinmyndun, svokölluðum gaddi. Skepnur með flúoreitrun geta því veslast upp og drepist. ◊ ◊ ◊ ◊.
1783 | 1783'84 Féllu |
% | |
Nautgripir | 20.067 | 10.263 | 50,1 |
Sauðfé | 236.251 | 186.618 | 79,0 |
Hross | 35.936 | 27.256 | 75,9 |
Tafla yfir felli búpenings á Íslandi í kjölfar Skaftárelda.5 |
Hungursneyð og vosbúð fylgdi í kjölfar skepnufellis og á árunum 1784 og 1785 dó samanlagt 9.551 manneskja umfram fæddar og íbúum landsins fækkaði úr 48.884 árið 1783 niður í 38.363 árið 1786. þe. um 10.521 eða 23.6%.5
Sjá annál sem tekin er saman úr ritum Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728 - 1791).
Sjá um gos í Eldgjá 934 ± 2 AD.