Eldhraun

Skaftáreldahraun rann í Skaftáreldum 1873 – 1784. Vestari hraunstraumurinn rann frá Lakagígum SV Laka frá 11. júní til loka júlí. Á láglendi á milli Kúðafljóts og Landbrots kallast hraunið Ytra Eldhraun. Austari hraunstraumurinn rann frá Lakagígum NA Laka frá 29. júlí til loka október 1783. Á láglendi nefnist það hraun Eystra Eldhraun eða Brunahraun. ◊.


Örnefnið er einnig notað um hraun við Ytri-flóa í Mývatni, norðan Reykjahlíðar. Það Eldhraun rann frá Kröflusvæðinu í Mývatnseldum um hraunstrauminn Eldá og niður að flóanum.