Eftirfarandi annál birti Dr. Sigurður Þórarinsson í Náttúrufræðingnum 1968 og er er hann dreginn saman úr eldriti síra Jóns Steingrímssonar „Fullkomið skrif um Síðuelda“ og úr skýrslunni „Einföld og sönn frásaga um jarðeldshlaupið í Skaftafellssýslu árið 1783“ sem samin var af séra Jóni og Sigurði Ólafssyni klausturhaldara og prenuð er í Safni til sögu Íslands IV, bls. 58 – 68.



1783

ANNÁLL SKAFTÁRELDA

Júní 1. - 8. Snarpar og tíðar jarðhræringar, er finnast í öllum sveitum frá Mýrdal austur í Öræfi.
8. Hvítasunnudagur. Svartan mökk dregur upp af norðri um dagmálabil. Sandmökk leggur yfir Síðu og nokkuð af Fljótshverfinu, svo að sporrækt verður. Í öskunni er nokkuð af hraunþráðum, (nornahár). Mökknum léttir þó brátt frá frá fyrir landsunnan kalda og helst sú vindátt næstu daga svo gosmöl berst aðallega til vesturs og útnorðurs.
9. Mökkurinn hækkar stórum. Skaftá tekur að þverra stórmikið.
10. Skaftá þverr að öllu utan byggðavatna, sem í hana falla. i  Mökkurinn enn hækkandi. Regn úr mekkinum gerir göt á heimulublöð.
11. Mikið austanfjúk með snjóhríð. Snarpir jarðskjálftar.
12. Eldflóðið byltist fram úr Skaftárgljúfri.
13. Hraunrennslið fer að nokkru niður í svelg milli bæjanna Skafrárdals og Ár. Gosmökkurinn sést frá Selvogsheiði. Enn sunnanátt.
14. Svo miklu rignir af fíngerðum hraunþráðum yfir Síðuna, að þau mynda breiður á jörðinni. Gras er farið að fölna og fuglar deyja hópum saman.
15. Miklar jarðhræringar og eldskruðningar fram Skaftárgljúfur.
16. Ógnarlegur eldgangur fram úr Skaftárgljúfri. Hraunið eyðileggur jarðirnar Á á Síðu og Nes í Skafártungua, fer yfir skóglendið Brandsland vestanverðan Skálarstapa og tekur af Skálar- og Holtsgarða. ii  22 eldstrókar sjást rísa úr seli á Geirlandsheiði.iii 
17. Fólk flýr úr seli á Geirlandsheiði.
18. Nýtt ógnarlegt eldflóð fram úr Skaftárgljúfri. Fólkið í Skaftárdal yfirgefur bæ sinn.
19. Hraunið stefnir á Meðalland um farveg Melkvíslar. Önnur kvísl stefnir austur og kemst næstum að Skálarkirkju.
21. Hraunkvíslin, sem stefndi til suðurs fer fram yfir Melkvíslarfossa, hleypur með flugrás yfir Steinsmýrarfljót og nær Stekkatúninu fyrir ofan Hólmsel. Sandregn á síðu.
22. Aðfaranótt þessa dags brennur Hólmaselskirkja og bær og bærinn Hólmur. Um daginn brennnir hraunið bæina Efri- og Syðri Fljóta.
23. Hraunið staðnar um 80 faðma frá túninu á Efri-Steinsmýri.
24. Hraunið er um 120 faðma frá túninu á Syðri Steinsmýri.
25. Neistaflug allt vestur á Þórsmörk.
27.-28. Allmikið sandregn á Síðu. Yfir Fljótshverfi rignir sandi og vikurkögglum.
29. Nýtt eldflóð úr Skaftárgljúfri. Hann fer inn í bæjardyr í Hvammi í Skaftártungu. Eldurinn eyðir Litlanesi.
30. Eldflóð úr Skaftárgljúfri greinist í þrjár kvíslar. Ein(1) fer vetur í Landá, önnur (2) stefnir austur með Síðufjöllum, en sú þriðja (3) fer nokkru sunnar og stefnir á Landbrot.
Júlí 2. Kvísl (2) brennir bæ og kirkju að Skál.
3.-12. Sama kvísl fer yfir bæinn Holt. Kvísl (3) kemst að Lútandahálsi.
9.-10. Mikið sandfall.
1.-12. Kvísl (1) tekur af bæinn Botna og stíflar upp Tungufljót og Hólmsá hjá Hrífunesi, tekur af engjar í landi Austari- og Ytri Ása, rennur suður farveg Kúðafljóts og stansar fyrir ofan Leiðvöll. Nes í Skaftártungu brennur þ. 12.
13. Kvísl (2) stíflar upp Fjaðrá.
14. Nýtt flóð úr Skaftárgljúfri. Hraunið teygist austur Stapafoss í Skaftá.
18. Gosið mjög kröftugt. Sandfall tekur af haga í Fljótshverfi austur að Djúupá. Hús í Dalbæ brenna þennan dag.
19. Eldkvísl (2) komin yfir Laxá.
20. Eldmessa séra Jóns. Hraunið stöðvast í Eldmessutanga vestur af Systrastapa. ◊. Héreftir dregur mjög úr hraunrennsli fram úr Skaftárgljúfri, en eitthvað hraun rennur þar fram þar til seint í september. Þá er fyrst farið yfir nýja hraunið frá Skaftárdal yfir í Skaftártungu. Eldar sjást á tveim stöðum frá Skaftárdal 14. janúar 1784.
21. Vatn fer að safnast í Skaftárgljúfur og renna fram úr því.
29. Suða og dynkir heyrast í fyrsta skipti allmiklu norðar en áður (þ.e. norðaustur af Laka) en gömlu eldstöðvarnar eru þagnaðar. Mikið sandfall í Fljótshverfi og á austurhluta Síðunnar.
30. Miklir dynkri, brestir og skruggur.
31. Mökkur og gufa færast fram eftir gljúfri Hverfisfljóts. Fljótið hitnar mjög.
Ágúst 1.-3. Sömu lætin í nýju eldstöðvunum.
4. Hverfisfljót nær þornað.
7. Hraunið vellur fram úr gljúfri Hverfisfljóts.
8.-9. Hraunið reygist suður fyrir Orrustuhól að vestan, en auð austan rétt fram fyrir Dalhöfða.
14. Hraunið hefur að mestu afbrennt bæina Ytri- og Austari Dalbæ, en er ekki komið vestur fyrir „eyna“ hjá Þverárdal.
17.-23. Hægð á með eldframrennslið. Suða í nýju eldstöðvunum.
23.-31. Hraunrennsli svipað en meiri hræringar og skellir í elsstöðvunum.
Sept. 1. Annað ógnarlegt eldflóð úr Hverfisfljótsgljúfri. Hraunið teppir upp Brunná og fer í farveg hennar suður á móts við Hvol.
10.-11. Nýtt eldkast fram úr Hverfisfljótsgljúfri. Mikil pest fylgir því.
14.-26. Mikið hlé á eldrennsli fram til byggða en mikill eldgangur að fjallabaki. Eldglampar á 2 stöðum suðvestan Laka, en aðallega norðaustan hans.
21. Regnbogi sést í fyrsa sinn eftir gosbyrjun.
26. Sterkar jarðhræringar á Síðu og í Fljótshverfi. Hraunrennsli eykst að nýju. Gos hefst í suðvestanverðum Vatnajökli norður af Lómagnúp. Áframhaldandi eldsumbrot að fjallabaki þar ti 24. október.
Okt. 24. Hræringar aukast að nýju.
25.-30. Mikið eldflóð fyllir upp allt láglendi milli Eiríksfells og Miklafells úr Síðuafrétti, fer yfir Seljalandsaura og myndar Eldvatnstanga sunnan Hverfisfljóts.
Nóv. 1.-30. Eldurinn rumlar og rennur með glossa og logum um austurhraunið.
24. Snarpur jarðskjálfti í Meðallandi og mikill eldgangur að fjallabaki.
Des. Frá byrjun mánaðarins fer gosið mjög rénandi.


1784

Janúar Eldar vakna enn í eldstöðvunum NA af Laka.
Febrúar 7. Elda verður síðast vart í Lakagígum.
Apríl 8. Skeiðará hleypur.
Allt árið 1784 var ólykt og fýlla oftsinnis frá eldstöðvunum og miklir mekkir upp frá þeim og hraununum þá nokkur loftsaggi var. Bar mest á 5 mökkum og voru þrír þeirra frá hraunum niðri á láglendi. Hverfisfljót var komið fram með sömu stærð og fyrir gos þ. 25. júlí 1785.
Heimildir:
1 Jón Steingrímsson: „Fullkomið skrif um Síðueld“ í 4. bindi Safn til sögu Íslands bls. 1 – 58.
2 Jón Steingrímsson og Sigurður Ólafsson: „Einföld og sönn frásaga um jarðeldshlaupið í Skaftafellssýslu árið 1783“ Safn til sögu Íslands, IV bls. 58 – 69.
    i) Sagt gerast 11. júní.
   ii) Hófst eldflóð aðfaranótt 15.
  iii) Sagt vera þann 13. og eldstrókaarnir 20 í Úlfarsdal og 7 norðar.
3 Sigurður Þórarinsson 1967: „Skaftáreldar og Lakagígar, Myndir úr jarðfræði Íslands VIII“ Náttúrufræðingurinn, 37. árgangur 1. - 2. hefti, bls 27 – 57


Til baka í Skaftárelda.