Eftirfarandi annál birti Dr. Sigurður Þórarinsson í Náttúrufræðingnum 1968 og er er hann dreginn saman úr eldriti síra Jóns Steingrímssonar „Fullkomið skrif um Síðuelda“ og úr skýrslunni „Einföld og sönn frásaga um jarðeldshlaupið í Skaftafellssýslu árið 1783“ sem samin var af séra Jóni og Sigurði Ólafssyni klausturhaldara og prenuð er í Safni til sögu Íslands IV, bls. 58 – 68.
1783 |
ANNÁLL SKAFTÁRELDA |
|
Júní | 1. - 8. | Snarpar og tíðar jarðhræringar, er finnast í öllum sveitum frá Mýrdal austur í Öræfi. |
8. | Hvítasunnudagur. Svartan mökk dregur upp af norðri um dagmálabil. Sandmökk leggur yfir Síðu og nokkuð af Fljótshverfinu, svo að sporrækt verður. Í öskunni er nokkuð af hraunþráðum, (nornahár). Mökknum léttir þó brátt frá frá fyrir landsunnan kalda og helst sú vindátt næstu daga svo gosmöl berst aðallega til vesturs og útnorðurs. | |
9. | Mökkurinn hækkar stórum. Skaftá tekur að þverra stórmikið. | |
10. | Skaftá þverr að öllu utan byggðavatna, sem í hana falla. i Mökkurinn enn hækkandi. Regn úr mekkinum gerir göt á heimulublöð. | |
11. | Mikið austanfjúk með snjóhríð. Snarpir jarðskjálftar. | |
12. | Eldflóðið byltist fram úr Skaftárgljúfri. | |
13. | Hraunrennslið fer að nokkru niður í svelg milli bæjanna Skafrárdals og Ár. Gosmökkurinn sést frá Selvogsheiði. Enn sunnanátt. | |
14. | Svo miklu rignir af fíngerðum hraunþráðum yfir Síðuna, að þau mynda breiður á jörðinni. Gras er farið að fölna og fuglar deyja hópum saman. | |
15. | Miklar jarðhræringar og eldskruðningar fram Skaftárgljúfur. | |
16. | Ógnarlegur eldgangur fram úr Skaftárgljúfri. Hraunið eyðileggur jarðirnar Á á Síðu og Nes í Skafártungua, fer yfir skóglendið Brandsland vestanverðan Skálarstapa og tekur af Skálar- og Holtsgarða. ii 22 eldstrókar sjást rísa úr seli á Geirlandsheiði.iii | |
17. | Fólk flýr úr seli á Geirlandsheiði. | |
18. | Nýtt ógnarlegt eldflóð fram úr Skaftárgljúfri. Fólkið í Skaftárdal yfirgefur bæ sinn. | |
19. | Hraunið stefnir á Meðalland um farveg Melkvíslar. Önnur kvísl stefnir austur og kemst næstum að Skálarkirkju. | |
21. | Hraunkvíslin, sem stefndi til suðurs fer fram yfir Melkvíslarfossa, hleypur með flugrás yfir Steinsmýrarfljót og nær Stekkatúninu fyrir ofan Hólmsel. Sandregn á síðu. | |
22. | Aðfaranótt þessa dags brennur Hólmaselskirkja og bær og bærinn Hólmur. Um daginn brennnir hraunið bæina Efri- og Syðri Fljóta. | |
23. | Hraunið staðnar um 80 faðma frá túninu á Efri-Steinsmýri. | |
24. | Hraunið er um 120 faðma frá túninu á Syðri Steinsmýri. | |
25. | Neistaflug allt vestur á Þórsmörk. | |
27.-28. | Allmikið sandregn á Síðu. Yfir Fljótshverfi rignir sandi og vikurkögglum. | |
29. | Nýtt eldflóð úr Skaftárgljúfri. Hann fer inn í bæjardyr í Hvammi í Skaftártungu. Eldurinn eyðir Litlanesi. | |
30. | Eldflóð úr Skaftárgljúfri greinist í þrjár kvíslar. Ein(1) fer vetur í Landá, önnur (2) stefnir austur með Síðufjöllum, en sú þriðja (3) fer nokkru sunnar og stefnir á Landbrot. | |
Júlí | 2. | Kvísl (2) brennir bæ og kirkju að Skál. |
3.-12. | Sama kvísl fer yfir bæinn Holt. Kvísl (3) kemst að Lútandahálsi. | |
9.-10. | Mikið sandfall. | |
1.-12. | Kvísl (1) tekur af bæinn Botna og stíflar upp Tungufljót og Hólmsá hjá Hrífunesi, tekur af engjar í landi Austari- og Ytri Ása, rennur suður farveg Kúðafljóts og stansar fyrir ofan Leiðvöll. Nes í Skaftártungu brennur þ. 12. | |
13. | Kvísl (2) stíflar upp Fjaðrá. | |
14. | Nýtt flóð úr Skaftárgljúfri. Hraunið teygist austur Stapafoss í Skaftá. | |
18. | Gosið mjög kröftugt. Sandfall tekur af haga í Fljótshverfi austur að Djúupá. Hús í Dalbæ brenna þennan dag. | |
19. | Eldkvísl (2) komin yfir Laxá. | |
20. | Eldmessa séra Jóns. Hraunið stöðvast í Eldmessutanga vestur af Systrastapa. ◊ ◊. Héreftir dregur mjög úr hraunrennsli fram úr Skaftárgljúfri, en eitthvað hraun rennur þar fram þar til seint í september. Þá er fyrst farið yfir nýja hraunið frá Skaftárdal yfir í Skaftártungu. Eldar sjást á tveim stöðum frá Skaftárdal 14. janúar 1784. | |
21. | Vatn fer að safnast í Skaftárgljúfur og renna fram úr því. | |
29. | Suða og dynkir heyrast í fyrsta skipti allmiklu norðar en áður (þ.e. norðaustur af Laka) en gömlu eldstöðvarnar eru þagnaðar. Mikið sandfall í Fljótshverfi og á austurhluta Síðunnar. | |
30. | Miklir dynkri, brestir og skruggur. | |
31. | Mökkur og gufa færast fram eftir gljúfri Hverfisfljóts. Fljótið hitnar mjög. | |
Ágúst | 1.-3. | Sömu lætin í nýju eldstöðvunum. |
4. | Hverfisfljót nær þornað. | |
7. | Hraunið vellur fram úr gljúfri Hverfisfljóts. | |
8.-9. | Hraunið reygist suður fyrir Orrustuhól að vestan, en auð austan rétt fram fyrir Dalhöfða. | |
14. | Hraunið hefur að mestu afbrennt bæina Ytri- og Austari Dalbæ, en er ekki komið vestur fyrir „eyna“ hjá Þverárdal. | |
17.-23. | Hægð á með eldframrennslið. Suða í nýju eldstöðvunum. | |
23.-31. | Hraunrennsli svipað en meiri hræringar og skellir í elsstöðvunum. | |
Sept. | 1. | Annað ógnarlegt eldflóð úr Hverfisfljótsgljúfri. Hraunið teppir upp Brunná og fer í farveg hennar suður á móts við Hvol. |
10.-11. | Nýtt eldkast fram úr Hverfisfljótsgljúfri. Mikil pest fylgir því. | |
14.-26. | Mikið hlé á eldrennsli fram til byggða en mikill eldgangur að fjallabaki. Eldglampar á 2 stöðum suðvestan Laka, en aðallega norðaustan hans. | |
21. | Regnbogi sést í fyrsa sinn eftir gosbyrjun. | |
26. | Sterkar jarðhræringar á Síðu og í Fljótshverfi. Hraunrennsli eykst að nýju. Gos hefst í suðvestanverðum Vatnajökli norður af Lómagnúp. Áframhaldandi eldsumbrot að fjallabaki þar ti 24. október. | |
Okt. | 24. | Hræringar aukast að nýju. |
25.-30. | Mikið eldflóð fyllir upp allt láglendi milli Eiríksfells og Miklafells úr Síðuafrétti, fer yfir Seljalandsaura og myndar Eldvatnstanga sunnan Hverfisfljóts. | |
Nóv. | 1.-30. | Eldurinn rumlar og rennur með glossa og logum um austurhraunið. |
24. | Snarpur jarðskjálfti í Meðallandi og mikill eldgangur að fjallabaki. | |
Des. | Frá byrjun mánaðarins fer gosið mjög rénandi. | |
1784 |
||
Janúar | Eldar vakna enn í eldstöðvunum NA af Laka. | |
Febrúar | 7. | Elda verður síðast vart í Lakagígum. |
Apríl | 8. | Skeiðará hleypur. |
Allt árið 1784 var ólykt og fýlla oftsinnis frá eldstöðvunum og miklir mekkir upp frá þeim og hraununum þá nokkur loftsaggi var. Bar mest á 5 mökkum og voru þrír þeirra frá hraunum niðri á láglendi. Hverfisfljót var komið fram með sömu stærð og fyrir gos þ. 25. júlí 1785. | ||
Til baka í Skaftárelda.