Mörkin þar sem úthafsflekinn smýgur undir meginlandsflekann nefnast flekamót eða sökkbeltum [subduction zone]. Það er einkum umhvefis Kyrrahafið sem úthafsskorpan ýtist niður, hverfur og sekkur í möttulinn og staðfestir þannig botnskriðið út frá miðhafshryggjunum. Þetta hvarf úthafsskorpunnar gerist þar sem flekarnir ýta hver á móti öðrum í djúpálunum en þeir eru víða 10 km djúpir. ◊ ◊
◊
Flekinn nær hryggnum, smýgur þá skáhallt undir hina, eftir svonefndum Benioff-mörkum en þau eru fundin út frá upptökum jarðskjálfta meðfram djúpálunum. ◊
◊.
◊
Úthafsflekinn, nær hryggnum, er í eðli sínu hreyfanlegri og jafnframt eðlisþyngri og smýgur því skáhallt undir eldri flekann og flytur þannig basískt efni niður í möttulinn þar sem hún bráðnar upp. Þetta niðurstreymi sökkvir einnig kalksteinslögum og tekur þannig þátt í hringrás CO2 í gufu- og berghvolfi Jarðar.
Setlög sem liggja á úthafsflekanum skrapast af henni um leið og hún smýgur skáhallt undir flekann sem hún ýtir á. ◊ Úthafssetið hrúgast upp í djúpálnum þar sem það ummyndast, myndbreytist og nær jafnvel að bráðna.
Á um 100 - 300 km dýpi hefur mestur hluti úthafsflekans bráðnað en að fullu virðist hún ekki bráðna fyrr en á 700 km dýpi. Sést það af upptökum dýpstu jarðskjálfta sem verða á Benioff-mörkunum landmegin við djúpálana. ◊
Flekamótin eða sökkbeltin (niðurstreymisbeltin) eru í aðalatriðum tvenns konar:
a) | Sökkbelti meðfram fellingafjallgörðum (meginlandskjarna). ◊ ![]() ![]() |
b) | Sökkbelti við eyjaboga þar sem úthafsfleki ýtir á eldri úthafsfleka. ◊ ![]() ![]() |
Sjá bergmarning [mélange] og ormgrýti.
Við vesturströnd Suður-Ameríku liggja flekamótin meðfram meginlandinu. ◊ Botnskrið ýtir úthafsflekanum niður í djúpálinn og skáhallt inn undir meginlandsflekann. Þar á sér einnig stað hlutbráðnun og myndar ísúr og súr kvikan keðju af eldkeilum sem gnæfa hæst í Andesfjöllunum auk þess sem hún hefur myndað einn stærsta granít-berghleif jarðar undir fjallgarðinum endilöngum
Við eyjabogana smýgur yngri hluti úthafsfleka undir þann eldri. Kvikan sem myndast við hlutbráðnunina er eðlisléttari og stígur því upp í gegnum úthafsflekann landmegin við djúpálinn þar sem hún hleður upp eldkeilum og eyjabogum á barmi flekans sem úthafsflekinn skreið undir. Aleutian-eyjar, Kurile-eyjar Japanseyjar og Marian-eyjar eru myndaðar á þennan hátt. ◊
Einnig má nefna flekamót þar sem tveir meginlandsflekar rekast á sbr. Dekanskagi og meginlands Asíu. ◊ ◊
◊
◊
Sjá fellingafjöll.