ormgrýti: (snákagrjót) bergblokkir í fjallakeðjum sem líklega hafa myndast við að bólstraberg skrapaðist ofan af úthafsflekanum þegar hann rann undir meginlandsflekann; [ophiolite; gr.: ophis: snákur; -lithe, dregið af gr. orðinu lithos: steinn]. ◊
◊
Semail ormgrýtið í Óman suður af Ómanflóa, sem talið er myndað á síðkrít fyrir 93 – 94 Má, er eitt þekktasta dæmið um jarðmyndun af þessu tagi. ◊
◊
◊