Rauðsprettuflak, óroðflett, steikt á pönnu
Efni:
|
|
Aðferð
Stráðu krydduðu bökunarhveiti á plötu. Þurrkaðu flakið vel og leggðu hvora hlið flaksins þéttings fast niður í hveitið. Bræddu ~ 15 g af smjöri á viðloðunarfrírri pönnu og hitaðu uns smjörið freyðir. Leggðu flakið varlega á pönnuna með roðhliðinni upp og steiktu í 3 – 4 mínútur (uns fiskurinn verður gullin). Snúðu flakinu við og steiktu roðhliðina í 3 – 4 mínútur. Þægilegt getur verið að nota tvo breiða viðloðunarfría spaða, setja annan undir flakið og hinn ofaná og halda flakinu þannig á meðan því er snúið. Færðu heitt flakið yfir á heitt fat eða disk. Helltu feitinni af pönninni og hreinsaðu hana. Bræddu síðan 50 g sem eftir eru af smjörinu á hreinni pönnunni og bættu kryddinu, kapers og steinselju, út í smjörbráðið, Hrærðu vel í bráðinni feitinni og færðu fiskflakið aftur á pönnuna. Eldaðu áfrm með roðhlliðinni niður í 2 – 3 mínútur og austu krydduðu smjörinu yfir flakið um leið. |
|
![]() |
|
Fyrri steiking: Flakið lagt til hliðar og pannan hreinsuð. |
|
![]() |
|
Seinni steiking: Hreinu krydduðu smjörbráði ausið yfir flakið um leið og steikt er í ~ 2 - 3 mínútur. |
|
![]() |
|
Rauðsprettuflak steikt í smjörlíki, Roðhliðin upp í fyrstu ef bera á fikinn fram með roðið niður. |
|
![]() |
|
Rauðsprettuflak steikt í smjörlíki. |