Smjölíki, margarín
Smjörlíki, margarín er feiti notað sem viðbit til bragðbætis og í eldamennsku. Það er oftast notað í stað smjörs enda er áferrðin látin líkjast því. Þó svo að upphaflega hafi smjörlíki verið framleitt úr dýrafitu er það nú gert úr jurtafitu. Upphaflega var smjörlíki nefnt olemargarine og nafnið þá dregið af latneska orðinu oleum (ólífuolía) og grísku margarite (perla, perluljómi). Margarín úr jurtaolíum góður kostur af ýmsum ástæðum, þám. lægra verð, vísbendigar um að það sé hollara en smjör og til að komast hjá þvi að neyta fitu úr dýraríkinu. Smjör er gert úr mjólkurfitu en margarín hins vegar úr jurtaolíum og vatni. Það samanstendur af vatni í fituupplausn með örsmáum vatnsdropum dreifðum jafnt um fitumassan í föstu formi. Í USA er gert ráð fyrir að margarín innihaldi að lágmarki 80% fitu og að hámarki 16% af vatni til þess að leyfilegt sé að markaðssetja það sem margarín. |
|
Í Ljóma smjörlíki er repjuolía, pálmakjarnaolía, kókosolía, vatn, salt, bindiefni (sólblóma lesitín, ein- og tvílýseríð af fitusýrum), bragðefni og litarefni (beta karótín). Í 100g er fita 80g og þar af 34g mettuð fita. Afgangurinn er að mestu vatn. Við steikingu hindrar smjörlíki viðloðun við pönnuna flestum olíum betur. |
![]() |
Ljóma smjörlíki | |