Risarækju-pasta


Efni:

Stórar risarækjur eru skornar í smærri bita steiktar upp úr smjöri og kryddaðar þar með safran. Þegar rækjurnar hafa fengið fallegan lit eru þær teknar til hliðar.


Skalottlaukurinn er skorinn mjög smátt ásamt hvítlauk og síðan steiktur í olíu og ofurlitlu af smjörinu frá rækjunum.


Tagliatelle pasta soðið eftir leiðbeiningum á pakkningunni.


Góðri skvettu af hvítvíni er bætt út á steikta laukinn og þegar suða er komin upp á lauknum í hvítvíninu ætti pastað að vera soðið.


Öllu er blandað saman í stórri pönnu og saxaðri steinselju dreift yfir.