Safran [Crocus sativus]
Saffran er fræni saffrankrókuss sem er lágvaxin planta af sverðliljuætt. Saffran er upprunnið í Suður-Evrópu og í Litlu-Asíu og notað sem krydd og litunarefni. Í fornöld var saffran vinsælt litunarefni við Miðjarðarhafið og gaf gulan lit. Áberandi eru dökkrauðu frænin á stöfunum upp af frævunum. Þessum hlutum blómsins er safnað á blómgunartíamnum og þurrkaðir og notaðir sem krydd og litunaarefni í mat. Þessi söfnun er seinleg og mannfrek og þess vegna er saffran dýrast kryddtegunda. Uþb. 200.000 fræni af 70.000 blómum gefa uþb 0,45 kg af safran kryddi. 40 vinnustundir þarf til að tína fræni af 150.000 blómum. Íran framleiðir nú 90% heimsframleiðslunnar. |
![]() |
Frænin eru efst á stilkunum sem liggja niður að frævunni í blómbotninum. |
|
![]() |
|
Þurrkaðir safronþræðir. |