Tagliatelle pasta



Tagliatelle er dregið af ítalska orðinu tagliarae, sem merkir „að skera“. Það er hefðbundin tegunda af pasta frá ítölsku héruðunum Emilia-Romagna og Marche. Einstakir hlutar af tagliatelle eru langar flatar ræmur sem eru venjulega ca. 6 mm breiðar. Tagliatelle er oft borin fram með ýmsum sósum, þó algengust sé kjötsósa eða Bolognese sósa.


Tagliatelle er venjulega búið til með eggjapasta. Hefðbundið hlutfall er eitt egg á móti hundrað grömm af hveiti.