talk: [Mg3Si4O10 (OH)2] [steatít; En: steatite, Soapstone,soaprock; Dk: fedtsten; De: Speckstein] monoklín steind ◊ með hörkuna 1, litur hvítur, grár eða fölgrænn.
kléberg: sápusteinn, tálgusteinn kallast myndbreytt berg úr talki og fleiri steindum [talk-skífur]. Vegna áferðarinnar og þess hve auðvelt er að tálga bergið til var það oft notað í kljásteina, snældur, málmmót og ílát. ◊ ◊ ◊ ◊.
Þessi bergtegund gengur undir ýmsum nöfnum [En: soapstone; No: kleberstein, fettstein, vekstein, grytestein, grøtstein, grjot, blautegrjot, talggrøt, esje; De: Speckstein, Seifenstein; It: pietra ollare; Fr: pierre d’ollaire].
Skírnarsárinn í Hóladómkirkju, sem Guðmundu Guðmundsson frá Bjarnarhlíð gerði 1674, er úr gráum tálgusteini. ◊
Í Noregi hefur tálgusteinn ásamt grænflögubergi verið notaður í byggingar úr steini — td. Niðarós-dómkirkju. ◊ ◊ ◊ ◊
Mulið talk er mikið notað sem púður og smurefni ýmiss konar; [talc].