Jarðfræðiglósur GK

Esja

Merking nafnsins er ekki ljós en líklegt er að nafnið tengist klébergi þótt hvergi sé þá bergtegund, sem er myndbreytt berg, að finna í Esjunni. Uppi af bænum Klébergi og í farvegi Klébergslækjar má finna ummyndað móberg sem hefur komið að líkum notum og norskur kleberstein en hann gengur líka undir nafninu esje í norsku.


Ekki er ólíklegt að nafnið Esja og bæjarnafnið Kléberg eigi rót sína að rekja til sömu bergtegundarinnar sem ýmist gegg undir nöfnunum klé, kléberg eða esje.


Þessi bergtegund [steatít, steatite] finnst einnig á Hjaltlandseyjum ◊. sem lutu norrænum yfirráðum til ársins 1469 þegar þær féllu í hendur Skota vegna ógreiddrar veðskuldar. Á Eyjunum var töluð fornnorræn tunga, Norn, sem barst til eyjanna um 800 AD. og útrýmdi fornu máli eyjaskeggja, Pictish. Norn var töluð á Hjaltlandseyjum fram á miðja 18. öld og fjölda norrænna örnefna má því finna á eyjunum nú. Má td. nefna: Eshaness (Esjunes), Clibberswick (Klébergsvík).1




Heimildir: 1 Allen Fraser (16.04.2012).
< http://visit.shetland.org/whats-in-a-shetland-name >
< http://www.shetlandgeology.com/ >