Kléberg er bæjarnafn á Kjalarnesi við Hofsvík. Uppi af bænum, í hlíðum Esjunnar, eru fölgræn berglög úr ummynduðu móbergi1 (eldri en Brunhes ≈ 0,8 Má). Bergið er mjúkt og því er auðvelt að smíða úr því ýmis verkfæri eins og kljásteina ◊. og skálar. Það er stundum kallað kléberg en því má alls ekki rugla saman við norskan kleberstein, esje.2, 3(18) sem er myndbreytt berg.


Ætla má að bæjarnafnið Kléberg sé dregið af norska orðinu kleberg en kleberstein er dregið af því. [No: klé → kleberg → klebersten].3



Heimildir: 1 Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur (munnleg heimild 2012).
2 Lindahl, Ingvar & Lars Petter Nilsson 2002: En vurdering av klebersteinspotensialet i Troms, Norges geollogiske undersokelse < http://www.ngu.no/FileArchive/101/2002_077.pdf >
3 Førsund, Finn Borgen red. 2006: Stein som handelsvare, Hyllestad kommune: < www.kvernstein.no/hyllestadseminar_2005_.pdf >
3 Norsk Geologisk Forening (16.04.2012)
< http://www.geoportalen.no/nasjonalbergart/kleberstein >