Jarðfræðiglósur GK

Snæfellsjökull 1.446 m hár og fagurlega sköpuð eldkeila rís yst á Snæfellsnesi ◊. og vestast í Snæfellsnes gosbeltinu. Hann er þar í sínu eigin eldstöðvarkerfi sem teygir sig austur að Búðakletti. ◊. Austur af jöklinum gengur samfellt hálendi eftir nesinu þar sem ar að finna eldstöðvakerfi Lýsuskarðs og Ljósufjalla en það teygir sig austur að Grábrók sem gaus ≈ 3.000 BP.2 Alkalí bergsyrpan er ríkjandi í þessum eldstöðvakerfum og í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls má finna3 ólívín basalt, alkalí basalt, hawaiít, mugearít, benmoereit og trakít.3  |T|


Gera má ráð fyrir að neðsti hluti eldkeilu Snæfellsjökuls sé úr mörgum goseiningum frá síðustu jökul- og hlýskeiðum ísaldar og er talið að eldfjallið sé amk. 700 – 800 ká. Utan í hlíðum fjallsins og við rætur þess eru nokkur móbergsfjöll og má þar nefna Stapafell, Bárðarkistu og Hreggnasa. Eldkeilan sjálf hefur svo hlaðist upp af apalhraunum og gjósku ýmist út toppgígnum eða sprungum og stökum gígum í hlíðunum. ◊. Toppgígur fjallisns er nokkuð stór og eru barmarnir rofnir vestan- og norðanmegin en heillegir sunnan- og austanmegin og þar skaga hvassir drangar upp úr jöklinum – þúfurnar þrjár, Vesturþúfa, (1442 m) Miðþúfa ◊. ◊. sem skagar hæst (1.446 m) og Norðurþúfa. (1380 m) Vesturþúfa er raunar toppur rauðagjallsgígs suðvestan við aðalgíg eldkeilunnar. 6:18 


Þrjú stór súr sprengigos eru þekkt í Snæfellsjökli frá ísaldarlokum fyrir um 10.000 árum. Þessi gos voru skammvinn en krafturinn var þó nægur til að dreifa gjósku til norðurs og norðaustur yfir allt nesið. Hraunflæði úr toppi Jökulsins hefur fylgt í kjölfarið þó að greinileg ummerkimerki um slíkt sé einungis að sjá frá síðasta sprengigosinu. Yngsta þekkta gjóskulagið SN1 er talið 1750±150 C14.1



Ljósaskriða er rýólítmyndun í vesturhlíðum Snæfellsjökuls. ◊.



Öskulög Aldur
SN1 1750±150 C14 1
SN2 3960±100 C14 1
SN3 7000-10.000 ára


Sjá síðu um samhverfuna sem liggur eftir Snæfellsnesi og forna rekbeltið.




Nokkur hraun í Snæfellsjökulskerfinu og aldur þeirra ◊.
HRAUN ELDSTÖÐ HRAUNGERÐ Bergtegund3 ALDUR
Búðahraun Búðaklettur Apalhraun Ólívín basalt <1750 ára?
Hnausahraun Breiðuvík Gígur sunnan Jökulháls Apalhraun Hawaiít <1750 ára?
Klifshraun o.fl. v/Hnausahr.gíga Apalhraun Mugearít <1750 ára?
Kálfatraða og Hellnahraun Toppgígur? Apalhraun Benmoerít <1750 ára?
Háahraun Toppgígur? Apalhraun Hawaiít 1750 ára?
Saxhólahraun Tveir gígar Apalhraun Alkalí basalt
Einarslónshraun Toppgígur? Apalhraun benmorít 4 7.000
Prestahraun Rauðhólar Apalhraun Alkalí basalt
Væjuhraun Sjónarhóll Apalhraun ? <1750 ára?
Neshraun Öndverðaneshólar Helluhraun Alkalí basalt <1750 ára?
Aðrar eldstöðvar á þessu svæði eru m.a. Lóndrangar, Purkhólar, Hólahólar og
Bárðarlaug (sprengigígur eldri en 10.000 ára).


Heimildir: Björn S. Harðarson 1993: Alkalic Rocks in Iceland with Special Reference to the Snæfellsjökull Volcanic System. Ph. D. ritgerð, University of Edinburgh, 430 bls.
4 Haraldur Sigurðsson 28.7.2011 | 07:0; „Djúpalónsperlur og Benmorít“, Blogfærsla
< http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1181586/ >
Haukur Jóhannesson 1980: „Jarðlagaskipan og þróun rekbelta á Vesturlandi“. Náttúrufræðingurinn 50 (1): bls. 13-31.
Haukur Jóhannesson, R.M. Flores & Jón Jónsson. 1981: „A short account of the Holocene tephrochronology of the Snaefellsjökull central vocano, Western Iceland.“ Jökull 31: bls. 23-30.
Haukur Jóhannesson 1982a: „Kvarter eldvirkni á Vesturlandi.“ Í: Eldur er í norðri, Sigurður Steinþórsson ritstjóri, bls. 129-137. Sögufélagið, Reykjavík.
Haukur Jóhannesson 1982b: „Yfirlit um jarðfræði Snæfellsness.“ Árbók Ferðafélags Íslands, 1982, bls. 151- 174.
Kjartan Thors & Leó Kristjansson 1974: „Westward Extension oft he Snaefellsnes Volcanic zone of Iceland.“ Journal of Geophysical Research, 70: bls. 413-415.
3 Kokfelt, Thomas Find et al. 2009: „Time-scales for magmatic differentiation at the Snaefellsjökull central volcano, western Iceland: Constraints from U-Th-Pa-Ra disequilibria in post-glacial lavas“, Geochimica et Cosmochimica Acta 73 (2009) 1120-1144
1 Sigurður Steinþórsson 1967: „Tvær nýjar Cl4-aldursákvarðanir á öskulögum úr Snæfellsjökli.“ Náttúrufræðingurinn 37: bls. 236-238.
5 Sigurður Steinþórsson: Texti á vefsíðu.
< http://www.bifrost.is/islenska/haskolasamfelagid/jardfraedi/ >
6 Tómas Jóhannesson et al. 2011: „LiDAR mapping of the Snæfellsjökull ice cap, western Iceland“, JÖKULL No. 61, 2011