trakít: [trachyte] ísúrt gosberg í alkalíbergröðinni og náskylt alkalísku rýólíti. Bergmynstrið getur verið frá dulkornóttu yfir í dílótt. Það sem einkennir trakít líkt og aðrar bergtegundir í alkalísku bergsyrpunni er hátt hlutfall Na2O + K2O borið saman við SiO2 og sama hlutfall hjá dasíti í þóleiísku bergsyrpunni. Kvars finnst yfirleitt ekki sem frumsteind í trakíti.



Í innskotsbergi á trakít sér samsvörun í síeníti [syenite].



|TAlkalifeldspatar|



Sjá um bergraðir og bergsyrpur.



|Tbergraðirnar|