Snæfellsnesgosbeltið er í Snæfellsnesrekbeltinu sem nú er óvirkt. Þar eru nú 3 virk eldstöðvakerfi: Snæfellsjökulkerfið, Lýsuskarðskerfið og Ljósufjallakerfið.


Í Snæfellsjökulkerfinu er eldkeilan Snæfellsjökull. Stærð kerfisins er 30 km langt og 20 km breitt. Tvö gos hafa hafa verið á nútíma, það síðasta fyrir 1.800 árum og milli 10 og 15 sprungugos utan háfjalsins.


Þekkt hraun og gígar: Búðaklettur og búðahraun 5.000 - 8.000 ára. ◊.


Í Lýsuskarðskerfinu er 30 km langt og 5 km breitt. Í því er ekki stök megineldstöð en miðja virkninnar er í hálendinu við Lýsuhyrnu og Lýsuskarð. Amk. Tvær goslotur hafa verið á nútíma og bergið er á mörkum alkalí- og millibergraðar.


Þekkt hraun og gígar: Bláfeldarhraun, Rauðkúlur


Í Ljósufjallakerfinu er ekki að finna staka megineldstöð en miðja gosvirkni er í Ljósufjöllum. Lengd eldstöðvakerfisins er 90 km og 3 – 20 km breitt. Goseiningar eru taldar 23 en nokkrar eru samtíða. Síðustu eldsumbrot eru fyrir um 1.100 og 2.600 árum. Bergið er á mótum alkalí- og millibergraðar.


Þekkt hraun: og gígar:

Norðan hálendis

Berserkjahraun, Kothraunskúla, Smáhraunakúla, Gráakúla, Rauðakúla;  ∼ 4.000 ára.

Sunnan hálendis

Ölkelduhraun;
Rauðamelshraun, Rauðamelskúlur um 2.600 ára;
Gullborgarhraun, Gullborg;
Rauðhálsahraun, Rauðháls 1.100 ára;
Eldborgarhraun, Eldborg eldra en 5.000 ára;
Barnaborgarhraun, Barnaborg;
Grábrókarhraun, Grábrók ofl. 3.600 ára.



Heimildir: Ari Trausti Guðmundsson 2001: Íslenskar Eldstöðvar