landmælingar: (geodetic survey) byggir á landmælingafræði og er sú tækni og vísindi sem notuð er til að ákveða stöðu punkta, fjarlægðir og horn á milli þeirra í tví- eða þrívíðu rúmi. Þessa þætti má greina í fimm þætti: 1) hnattstöðumælingar eða staðsetning punkta á hnettinum, 2) grunnlínumælingar, 3) þríhyrningamælingar og deilimælingar með punktaþéttingum, 4) ákvörðun hæðarviðmiðunar, 0-plans, og hæðarmælingar og GPS-mælingar.
Auk þess er stuðst við fjarkannanir með venjulegum loftmyndum teknum með sérhæfðum tækjum úr flugvélum og fjarkönnunum úti í geimnum sem nær eingöngu eru gerðar með fjarstýrðum myndatökubúnaði ómannaðra gervitungla.
Sjá: INDEX /=> |L| → Landmælingar.