loftmyndir: [aerial photos] eru teknar af yfirborði jarðar eða fyrirbærum í gufuhvolfi eða vatnshvolfi með myndavélum í flugvélum, eldflaugum, gervitunglum eða geimförum.
Áður fyrr voru myndirnar teknar með vélum fyrir sérhæfðar filmur af ýmsum gerðum og stærðum en eins og í annarri ljósmyndun hefur stafræn myndataka tekið við af filmunni og til að auka á skerpu eru notaður snúðu jafnvægisbúnaður [gyro-stabilizer]. ◊
Filmunum þurfti að koma til jarðar til vinnslu og dreifingar en stafrænu upplýsingarnar má senda rafrænt og samstundis þangað sem þeirra er þörf hverju sinni.
Textinn sem hér fer á eftir á fyrts og fremst við myndatöku á filmu. Þá myndatöku mátti flokka gróflega í 3 flokka: 1) Eftir stefnu myndavélar (lóðmynd, skámynd [oblique aerial photograp]), 2) Eftir gerð filmu og 3) Flughæð þegar myndin er tekin. eru teknar af yfirborði jarðar eða fyrirbærum í gufuhvolfi eða vatnshvolfi með myndavélum í flugvélum, eldflaugum, gervitunglum eða geimförum.
1) | Loftmyndir eru ýmist teknar á ská úr flugvélum eða lóðrétt. Í báðum tilfellum er hægt að fá fram þrívíddarskynjun sé um samstæða myndröð að ræða. Skámyndir voru algengar áður fyrr því þær spanna yfirleitt stærra svæði miðað við flughæð en myndir sem teknar eru lóðrétt. Loftmyndirnar sem Geodætisk Institut tók hér á landi 1937 til 1938 voru að stórum hluta skámyndir. Danirnir óttuðust að veður myndi hamla myndatöku og völdu þeir því þessa aðferð því hún var fljótlegri og ódýrari. ◊ ◊ |
2) | Filmur til loftmyndatöku eru ýmist svart-hvítar eða litfilmur fyrir sýnilegt ljós og svo innrauðar filmur, svarthvítar og í lit. Þótt litfilmum hafi farið mikið fram hin síðustu ár eru svart-hvítar filmur mest notaðar til myndatöku fyrir venjulega kortagerð enda eru þær bæði nákvæmari og ódýrari en litfilmurnar. Litfilmur henta hins vegar betur þegar meta þarf gróðurþekju landsins. Innrauðar svart/hvítar filmur geta einnig gefið upplýsingar um gróður og staði með mikilli varmaútgeislun. Innrauðar litfilmur gefa falska liti [False Colour Film] þeas. grænt verður td. rautt osfrv. Þessi filma greinir mismunandi gróður vel. Hún er nú notuð til að rannsaka uppskeru víða í heiminum, ástand skóga, tjón á gróðri vegna sjúkdóma o.fl. Þessi filma hefur einnig mikla þýðingu í hernaði til að greina hergögn sem falin eru undir eftirlíkingu af gróðri eða með öðrum felulitum. Hún er því einnig oft kölluð [Anti Camouflage Film]. |
3) | Loftmyndir eru teknar út mjög mismunandi hæð. Algengar flughæðir eru frá tvö til fjögur þúsund metrum. Hér á landi er gerður greinarmunur á þremur flokkum loftmynda eftir flughæð við myndatöku:
Á loftmyndir er jafnan skráð: ◊ ◊.
|
Sjá: INDEX → L → Landmælingar.