Fyrstu landdýr

Flest bendir til þess að dýr sem teljast til liðfætlna [Arthropoda] hafi verið fyrst til að nema land.


Elstu ummerki liðfætlna á landi eru skriðför frá síðkambríum og ekki er ljóst hvort hér var um eiginleg landdýr að ræða eða láðs- og lagardýr [amphibious].


Elstu steingervingar af landdýri sem hægt er að bera kennsl á eru frá síðsílúr. Um er að ræða slitrur slitrur líkamshluta en eigi að síður gefa þær til kynna að dýrin hafi þróað bæði skynfæri og öndunarfæri sem hentuðu á landi.


Þúsundfætlan [millipede] Pneumodesmus newmani er talin fyrsta dýrið sem lifði á landi. Steingerðar leifar hennar fundust í 428 Má (síðsílúr) gömlum jarðlögum í Skotlandi 2004.


Álíka gamall er steingervingur þúsundfætlunnar Kampecaris obanensis sem fannst á Karrera-ey við vesturströnd Grampian fjalllendisins sem liggur á milli Highland Boundary- og Great Glen misgengjanna í Skotlandi.


Fyrstu skordýrin eru þekkt frá árdevon


Í Rhynie Chert berglögunum er að finna steingerðar áttfætlur [Arachnida] sem teljast til fylkingar liðfætlna [Arthropoda] og skordýr [Insecta]. Elstu skordýrin voru óvængjuð svokallaðir stökkmorar (stökkskottur) [en. springtails].


Sjá: fornskúfa og dýr (hryggdýr) ganga á land.