Rúmlega helmingur af orkunotkun landsmanna er fenginn frá jarðhita. Þar munar mestu um nýtingu lághitasvæða til húshitunar, ylræktar og laxeldis. Árið 2003 nutu um 87% íbúa landsins hitaveitu til húshitunar. ◊ ◊
Eitt elsta dæmið um nýtingu jarðhita hér á landi er 120 m langur stokkur frá hvernum Skriflu að Snorralaug í Reykholti. ◊ Víðar hafa laugar verið notaðar til baða og þvotta og einnig var Brennisteinn snemma numinn og fluttur út allt frá því á 13. öld.
Upp úr 1920 vöknuðu hugmyndir um að virkja vatn Þvottalauganna í Laugardal í Reykjavík ◊ til húshitunar og skömmu eftir að tilraunaboranir höfðu farið fram árið 1930 voru fyrstu 70 húsin tengd við hitaveitu frá Laugunum. ◊. ◊ Nokkru síðar keypti Reykjavíkurborg hitaréttindi að Reykjum í Mosfellssveit og síðan var hafist handa við að leggja hitaveitu um borgina. Nú er svo komið að öll hús á höfuðborgarsvæðinu eru hituð upp með heitu vatni frá hitaveitu Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er stærsta hitaveitan í landinu og er virkjað afl hennar um 1.033 MW. Orkuframleiðslan nam u.þ.b. 80.949.330 m3 árið 2012 og sá hún íbúum höfuðborgarsvæðisins, 63% af íbúum landsins, fyrir heitu vatni til húshitunar það árið. ◊ ◊. Seltjarnarnesbær rekur sína eigin hitaveitu og fær ísalt jarðhitavatn frá borholum vestur undir Gróttu. ◊
Helstu hitaveitur frá öðrum lághitasvæðum eru norðanlands t.d. á Húsavík og Akureyri, sunnanlands vestan Þjórsár og vestanlands frá Deildartunguhver í Borgarnesi og á Akranesi. Á Vestfjörðum er hitaveita á Suðureyri við Súgandafjörð og auk þess er þang þurrkað með jarðhita í þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. ◊. Á Austfjörðum er aðeins hitaveita fyrir Fellabæ og Egilsstaði.
Háhitasvæði, sem þegar hafa verið virkjuð til húshitunar, eru í Hveragerði, í Svartsengi á Reykjanesskaga, í Bjarnarflagi í Mývatnssveit og á Nesjavöllum suðvestan Þingvallavatns. Allur jarðhiti í Mosfellssveit ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊. og í landi Reykjavíkur ◊. ◊ ◊ er nú fullnýttur og því keypti Hitaveita Reykjavíkur jarðhitaréttindi á Nesjavöllum og hóf virkjun háhitans sem þar er að finna í jörðu á háhitasvæðinu. Á Nesjavöllum ◊ er kalt grunnvatn hitað upp með jarðgufu í varmaskiptastöð og það síðan leitt til Reykjavíkur. Sömu aðferð hefur verið beytt í Hellisheiðarvirkjun ◊ frá árinu 2016. ◊. Einnig er raforka framleidd í gufuaflstöð með þeirri umframorku sem til fellur. Þetta er sambærilegt við það sem nú er gert í Svartsengi þar sem kalt, ferskt grunnvatn er hitað upp með heitum jarðsjó fyrir hitaveitu Suðurnesja. ◊ ◊ ◊ Af raforkuvinnslu ársins 2011 komu u.þ.b. 27,32% frá gufuaflstöðvum þeim sem eru í Kröflu (60 MW), í Bjarnarflagi við Námafjall (3,2 MW) og í Svartsengi (46,4 MW), á Nesjavöllum (120 MW), á Húsavík (2 MW) á Reykjanesi (100 MW) og Þeistareykjum (90 MW). |T|
Varmagjafi lághitasvæða
Orkulind jarðhita er endurnýjanleg þar sem byggt er á sjálfrennsli eða etv. örlitlu umfram það en nám með mikilli dælingu, lækkun grunnvatnsstöðu og innstreymi af köldu vatni inn í kerfið kemur til með að tæma orkulindina við einhver tímamörk. Þessi tímamörk geta t.d. verið tvö til þrjúhundruð ár.
Heimild: Orkustofnun; Árni Ragnarsson, okt. 2003.
Sjá síðu með greiningu á orkuframleiðslu og orkunotkun á Íslandi
Hellisheiðarvirkjun: Sjá framleiðsluflæði og yfirlitstöflu. ◊
Sjá síðu um greiningu og mat orkulinda.