Stærstu lághitasvæðin virðast flest vera þar sem virkar sprungur skera forn háhitasvæði sem rekið hefur út af virka gosbeltinu. ◊ ◊ ◊
Þannig hagar td. til í gjöfulustu vatnskerfunum í landi Suður-Reykja í Mosfellssveit ◊ ◊ og í undirhlíðum Helgafells og Æsustaðafjalls í Mosfellsdal. ◊ Þar teygja virkar sprungur sig frá sprungusveimi Krýsuvíkur ◊ inn í fornt háhitasvæði Stardalseldstöðvarinnar sem var inni á hryggnum og virk fyrir uþb. 2 milljón árum.
Kalt grunnvatn, sem að mestu virðist staðbundin úrkoma, rennur inn eftir sprungunum og niður að heitum innskotunum þar sem það sígur niður. ◊ ◊. Þar hitnar vatnið og léttist, stígur upp til yfirborðsins og hræring fer af stað. ◊ Hitaferlar í borholum á þessum svæðum benda til þess að kalt grunnvatn berist djúpt niður í berggrunninn og kæli hann en hitni jafnframt sjálft og stigi upp. ◊