Í þann mund sem eyna Avalóníu var að reka að austurströnd Lárentíu hafði myndast landgrunn úr kalki við vesturströnd meginlandskjarnans. Landgrunnshlíðarnar voru brattar og við rætur þeirra uþb. 200 m neðar myndaðist set úr leir og mélu. Svo er að sjá að sjórinn þarna niðri hafi verið súrefnissnauður en við slíkar aðstæður varðveittust mjúkir líkamshlutar dýra vel hræætur voru fáar og rotnun er nær engin. Af og til féllu gruggstraumar niður landgrunnshlíðarnar og kaffærðu þau hræ sem fallið höfðu niður á botninn. Þessar jarðmyndanir er nú að finna í Bresku Kólumbíu í Kanada og kallast Burgess Shale þar sem um 70 þúsund steingervingum frá kambríum er að finna í ≈ 505 Má gömlu bergi. ◊ ◊ ◊
Það var Charles Walcott, yfirmaður Smith Sonian stofnunarinnar, sem fann þessi setlög árið 1909 og tók hann og flutti á brott um 70.000 sýni. ◊ Walcott var sjálfur sérfræðingur í steingervingum cambríumtímabilsins og greindi hann flesta steingervingana til þekktra tegunda frá kambríum. Segja má að þessi sýni hafi svo legið óhreyfð í skúffum uns tekið var til við að rannsaka þau að nýju 1966. Fljótlega kom í ljós að steingervingar sem greindir höfðu verið til þekktra lífvera voru ekki af heilli lífveru heldur sýndu aðeins einstaka hluta áður óþekktra dýrategunda. Nú er ljóst að um er að ræða amk. 14 tegundir sem ekki verða greindar til neinnar núverandi fylkingar. Seinna fundust álíka gömul setlög í Grænlandi og árið 1984 fundust 15 Má eldri setlög við borgina Chengjiang. ◊ Segja má að steingervingafána Burgess Shale og Chengjiang-fánan í Kína sýni að ótrúlega fjölbreytt lífríki var komið fram á þessum tíma.
Af steingerðum tegundum dýra sem þarna hafa fundist má nefna liðfætlu skylda þríbrotum, liðorma (polychaete ormar) og klóbera (onycophoran) með fótum. Þetta hefur komið í ljós með samanburði á álíka steingervingum frá Himinhattsfjalli í Kína. ◊ ◊
Steingervingur sem áður var talinn af höfuðlausri rækju reyndist vera griparmar stórs rándýrs, Anomalocaris, sem var 50 til 100 cm langt og náskylt liðfætlum [Arthropoda]. ◊ Auk furðudýranna Hallucigenia, Wiwaxia og fjölda þríbrota er þarna að finna steingervinga af elsta þekkta seildýrinu Pikaia. ◊
Einn furðulegasti steingervingurinn, Hallucigenia, og sá sem olli hvað mestum heilabrotum uns tókst að lýsa líkamsbyggingu dýrsins. ◊ ◊
Nokkrir þátttakenda í þróunarsprengingunni: ◊
Tímasvið nokkurra valda fylkinga og flokka í jarðsögunni: ◊.
Anomalocaris myndstreymi.