Katla er ein virkasta eldstöð landsins og eru henni eignuð um 20 gos á sögulegum tíma og þar af 18 síðustu 1000 árin. Hún er í mikilli öskju ◊. ◊. undir Mýrdalsjökli og liggur því syðst í 80 km löngu eldstöðvakerfi sem við hana er kennt og teygir sig til NA um Eldgjá að Uxatindum.


Grunnstætt kvikuhólf er líklega undir Kötluöskjunni og í börmum hennar eru gúlar úr súru bergi — laungúll og hraungúll.


Skipta má gosum í eldstöðvakerfi Kötlu í þrjár gerðir.


  1. Basísk þeytigos á gossprungum sem opnast undir jökli. Þetta eru hin dæmigerðu Kötlugos og jafnframt algengustu gos Kötlu. ◊. ◊.

  2. Súr þeytigos sem koma upp í öskjunni undir Mýrdalsjökli. 12 gos af þessu tagi eru þekkt og eru þau næst algengustu gosin í Kötlukerfinu á forsögulegum tíma. Sjá Vedde-öslulagið — Sólheimagosið.

  3. Basísk flæðigos á gossprungum innan megineldstöðvarinnar og á sprungureininni norðan Mýrdalsjökuls. Stærstu gosin í Kötlukerfinu eru af þessari gerð. Eldgjárgosið mikla telst til þessara gosa.

Sjá gosannál Kötlu á sögulegum tíma.


Sjá: Drumbabót.


Sjá um Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls.


Sjá síðu Veðurstofu Íslands um vöktun Mýrdals- og Eyjafjallajökuls.


Sjá síðu Veðurstofu Íslands þar sem birtar eru upplýsingar um jarðskjálfta á svæði Eyjafjallajökuls- og Mýrdalsjökuls.


Sjá einnig síðu Veðurstofu Íslands yfir óróa frá mælunum að Mið-Mörk, Goðabungu, Eystri-Skógum og Láguhvolum. ◊.






Heimild: Guðrún Larsen 2000: „Holocene eruptions within the Katla volcanic system, south Iceland: Characteristics and an environmental impact“, Jökull, Vol.49.