hraungúll: [volcanic dome, lava dome] verður til þegar seigfljótandi rýólítkvika brýst upp á yfirborðið og hrúgast upp yfir gosrásinni og myndar þannig tvö til þrjú hundruð metra há keilulaga fjöll. Berg hraungúlanna er oftast mjög straumflögótt og springur auðveldlega við frostveðrun og flagnar því mjög. Líklega hafa íslensku hraungúlarnir flestir myndast við gos undir jökli. .


laungúll: [cryptodome: Gr.: κρυπτός, krypto: hulinn, leyni-; laun-] bráðinn eða hálfbráðinn bergmassi úr ísúrri eða súrri kviku með háa seigju. Þeir leita til yfirborðsins og getur það gest hægt og hratt. Eftir því sem þeir færast ofar minnkar sá þrýstingur og aðhald sem efri jarðlög veita og geta þeir þá brostið með látum og og jafnvel valdið gjóskuhlaupum líkt og gerðist í St. Helen.




Sjá um gjóskuhlaup og perlusteinsgúla.


Sjá ennfremur flæðigúl.