Vedde öskulagið er kennt við bóndabæ á eynni Sula sunnan Álasunds við vesturströnd Noregs. Þetta lag finnst víða í seti við vesturströnd Noregs, í borkjörnum sem teknir hafa verið úr hafsbotni Norður-Atlandshafs og í Ískjörnum í Grænlandsjökli. Öskulagið hefur verið aldurgreint sem 11.980 ± 80 ískjarnaár (almanaksár) BP eða 10.310 ± 50 14C BP.


Vedde öskulagið er talið eiga upptök sín í Kötlu og hafa myndast í svokölluðu Sólheimagosi. Föst gosefni sem upp komu eru talin hafa verið amk. 6 – 7 km3.


Sjá Kötlu.