Vinaigrette



Frakkar læra það með móðurmjólkinni að útbúa vinaigrette og hvert heimili hefur sína útgáfu af sósunni góðu enda salat yfirleitt hluti af hverri franskri kvöldmáltíð, oftast á eftir aðalrétti og undan eftirrétti. Það er fislétt að útbúa hana. Í sinni einföldustu mynd þá byggist vinaigrette á eftirtöldum hráefnum:
  • matarolíu (jónfrúrolía)
  • vínediki (hágæða vínedik, rautt eða hvítt)
  • sinnepi (Dijon-sinnep)
  • salt og pipar

Grunnhlutfallið er:

  • 3 hlutar olía
  • 1 hlutur vínedik
  • ⅓ hlutur Dijon-sinnep
Það er líka hægt að krydda sósuna á margvíslegan hátt með þurrkuðum eða ferskum kryddjurtum, allt eftir því hvernig á að nota hana. Þurrkað dill er ein hugmynd eða þá óreganó. Fersk steinselja og basil henta mjög vel. Hér er um að gera að prófa sig áfram.