Basilíka eða basil [Ocimum basilicum]


Basilíka (basil, basilikum) er ilmrík, mild og sæt kryddjurt sem er mikið notuð í matargerð við Miðjarðarhaf og fer stöðugt víðar. Þurrkuð basilíka er ómissandi í ítalskri matargerð, jafnt á pizzur og pasta sem og hvers konar tómatrétti og gefur græna litinn í hið fræga pestó.

Basilíka gefur góðan keim í fisk- og grænmetisrétti svo og rétti úr kjúklinga-svína, kálfa- og lambakjötsrétti. Myljið blöðin með fingurgómunumm rétt fyrir notkun.
Ocimum basilicum