Marokkóskt TAGINE Filippía


Uppskriftin miðast við EINN.

Margfaldið öll uppgefin innihaldsefni með fjölda matargesta.

  • 1 lambaskanki
  • 1-2 msk olífuolía
  • ca. 4 stk. msk möndlur á mann (afhýddar)
  • ½ rauðlaukur, skorinn smátt
  • ¼ – ½ perluhvítlaukur, raspaður eða skorinn smátt
  • 1 cm engifer – afhýtt og raspað
  • nokkrir saffran þræðir
  • 1 kanilstöng (dugar f. 3 leggi, setja 2 ef fyrir 6 manns)
  • 1 lambaskanki
  • vatn, nái að miðju leggjanna ef eldað er á pönnu, snúa þeim af og til.
  • 2 - 3 sveskjur á mann
  • 2 - 3 aprikósur á mann, þurrkaðar
  • 1 - 2 tsk. appelsínubörkur, raspaður
  • 1 tsk. hunang ELDERBERRY, fæst í Melabúðinn
  • handfylli af fersku kóríander fer yfir réttinn þegar hann er borinn fram
Myndin á ekki við uppskriftina að öllu leyti.
KRYDD (hér er líka allt miðað við 1 mann) á lambaskankana: Lambaskanki
  • ½   tsk  malaður pipar
  • ½   tsk korienderfræ, steytt í morteli
  • ½   tsk sjávarsalt (norðursalt), eða annað álíka gott 
  • 1- 2 stk kanelstangir, Ceylonkanill
Útá pönnuna:
  • ½ tsk. Garam Masala 
  • ½ tsk. Túnis kryddblanda
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 1- 2 stk. kanelstangir
Leggir snöggsteiktir beggja megin

Aðferð:

Snöggsteikið leggina fyrst. Setjið til hliðar á fat meðan eftirfarandi er gert: Hitið olíu í marokkóskri tagínu, stórri pönnu eða góðum potti. Steikið möndlurnar í heitri olíunni þar til þær eru gullinbrúnar.  

Lækkið hitann og bætið lauknum út í, látið svitna við vægan hita í 5-7 mínútur.  

Bætið þá hvítlauk, engifer, kóríander, saffran og kanilstöng-um út í pottinn og blandið vel saman. 

Setjið lambaskankana útí kryddmaukið.

Hellið vatni út á pönnuna/tagínuna þannig að rétt fljóti yfir kjötið.  

Lokið og látið malla við hægan hita í 1 klukkustund.

Snúið bitunum ef notuð er panna og vatnið flýtur ekki yfir

Bætið sveskjum, aprikósum, hunangi og appelísnuberki út á pönnuna eftir klukkustundar-suðu

SMAKKIÐ og bætið við kryddi, salti og nýmöluðum pipar ef vill.

Látið malla áfram í 20 – 30 mínutur.

Smakkið áfram til og bætið kryddi útí og vatni svo nægur vökvi sé til staðar og látið suðuna koma upp aftur.

Stráið fersku, gróft skornu kóríander yfir réttinn og berið fram með súrdeigsbrauði, marrokóskum brauðhleif og/eða cous cous.