Kanill
[En: cinnamon; Dk: kanel; De: Zimt]
Ceylon kanill er hinn eini sanni kanill [Cinnamomum verum, samheiti C. zeylanicum] Kanill er krydd sem notað hefur verið við matargerð í þúsundir ára. Hann er unnin úr berki trjáa af ættkvíslinni Cinnamomum í Austurlöndum fjær og í eyjum í Indlandshafi, einkum Indónesíu. . |
![]() |
Ceylon kanill á uppruna sinn að rekja til Sri Lanka, Bangladesh og Myanmar | Ceylon kanill |
Cassía eða kínverskur kanill [Cinnamomum cassia samheiti C. aromaticum] er upprunalega frá Kína og nú ræktaður víða í Suðaustur-Asíu, á Indlandi, í Indónesíu, Laos, Malaysiíu, á Taiwan, í Thailandi, og Víetnam. Kryddið er unnið úr berkinum sem er miklu þykkri og stekkri en á Ceylon kanil. |
![]() |
Cassía kanill | |
Í kanil finnst náttúrulega efnið kúmarín sem tengt hefur verið við lifrarskaða í háum skömmtum. Magn kúmaríns í kanil er mjög misjafnt eftir uppruna og gera þarf greinamun á cassia kanil sem inniheldur mikið af kúmerín og Ceylon kanil sem inniheldur lítið sem ekkert. |
|
Verðmunur á Ceylon kanil og cassia kanil er mikill og getur hann verið þrefaldur. |