Rósakálsalat



Uppskrift I

Efni:
  • 500 g rósakál
  • 4 pressuð hvítlauksrif
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 sítróna + rifinn börkurinn
  • 1 tsk timian, þurrkað era ferskt
  • 70 g parmesan ostur, nýrifinn
  • salt
  • svartur pipar, nýmalaður
Auk þes 1 tsk smjör til að smyrja fatið.
Stilkurinn sem fylgir hausnum er skorinn af og ystu blöðin eru fjarlægð ef nauðsyn krefur. Kálhöfuðin eru skorin að endilöngu í tvennt þeim er snúið í blöndu af hvítlauk, ólívuolíu, sítrónuvökva rifnum sítrónuberki, timjan og nýmöluðum pipar.

Dreifðu rósakálinu ásamt kryddblöndunni á smurt ofnfast fat og komdu því fyrir í 175°C forhituðum ofni og bakaðu í 20 mínútur.

Snúðu rósenkálinu að því loknu og dreifðu rifnum Parmesan osti yfir kálið.

Bakaðu áfram í 15 mín. Ef itl vill má kveikja í grillinu í 3 – 4 mín. Þannig að kantarnir á kálinu verði stökkir.
Uppskrift II
Efni:
  • 200 g rósakál
  • ½ msk smjör
  • 1 msk rifinn parmesanostur
  • 1 tsk basilika
  • salt
  • 1 tsk pipar, nýmalaður
  • Stilkurinn sem fylgir hausnum er skorinn af og ystu blöðin eru fjarlægð ef nauðsyn krefur.

    Kálhausarnir eru soðnir í vatni uþb. 5 mín. uns þeir eru orðnir meirir og þá teknir úr vatninu.

    Smjörið er brætt á pönnu og kálið, parmesanosturinn, basilikan, salt og pipar snúið á pönnunni.

    Borið fram volgt.