Pönnusteikt roðflett rauðsprettuflak
Lýsing
Auðveld uppskrift fyrir heimasteikt rauðsprettuflak á pönnu. Hér er átt við ½ roðflett rauðsprettuflak sem hefur verið skorið í 2 helminga frá framenda að stirtlu. |
|
Efni
|
![]() |
Aðferð
Hafðu 3 tómar skálar til reiðu á borðinu. Í þeirri fyrstu er hveitið, þeytt eggin í næstu og raspur braðgbættur með salti og pipar í þeirri þriðju. Þurrkaðu flakið vel og veltu því í hveitinu, síðan í þeyttu eggjunum og að síðustu í raspinu. Hitaðu pönnu (6,5 -7 á skalanum 1-9) með smjöri eða ghee og ofurlitlu af olíu með háu reykstigi Steiktu flakið í uþb. 3 mínútur á hverri síðu uns raspið hefur fengið gullinn lit. Fiskur þolir illa og langa steikingu. Borið fram strax |
|
Steikt rauðsprettuflak er gjarna borið fram á þunnir sneið af dönsku rúgbrauði, með sítrónusneið og sósu. | |