Lamb í karrí, Punjab
Hitaðu olíuna við meðalhita (6/9) í stórum skaftpotti. Bættu cumin fræjunum útí og láttu snaarka í þeim á meðan lauknum og saltinu er bætt útí. Eldaðu laukinn í 8 – 10 mínútur eða uns hann hefur brúnast og mýkst.
Bættu engiferinu og hvítlauknum útí og eldaður í nokkrar mínútur um leið og stöðugt er hrært í vegna þess að engiferið á það til að festast við botninn á pottinum. Lækkaðu hitan (4/9) og bættu cumin-, coriander - , Kasmir chilli- og túrmerik-duftinu útí og eldaðu í uþb. 1 mínútu. Það þarf að láta kryddin malla þannig að þau leysi út olíuna sem í þeim er. Nauðsynlegt er að hræra vel í pottinum til þess að hindra að ekkert brenni við. Bættu tómatpúrrinu útí og eldaðu í 1-2 mínúrur. Hækkaðu hitann í miðlung (5/9) og bættu 250 mL af heitu vatni útí og minnkaðu vökvamagnið með því að láta blönduna krauma í 4 – 5 mínútur. Þetta stuðlar að því að kalla brögðin enn betur fram í sósunni. Bættu lambakjötinu útí og hrærðu með ilmandi masala. Eldaðu í 5 – 7 mínútur og hrærðu stöðugt í pottinum. Bættu 750 mL af heitu vatni og hrærðu rækilega í og skafðu allar leifar af brúnuðu malala niður hliðarnar á pottinum. Settu lok á pottinn, minnkaðu hitann í (4/9) og láttu kauma í 30 – 35 mínútur ásamt því að hræra í blöndunni á 3. til 4. hverri mínútu. Ef æskilegt er að auka sósuna eftir að lambakjötið hefur soðnað má bæta meiru af heitu vatni við hana og elda áfram í 3 – 4 mínútur. Dreifðu söxuðu kóríanderblöðunum og garam masala duftinu útá. Borið fram með kryduðum rís og nanbrauði. |
![]() |