Ofnbakað kartöflusmælki
|
|
Bræddu smjöri blandað með ólífuolíu helt í ofnskúffu þannig að það þeki allan botninn með amk. 2 mm lagi.
Fínt söxuðum eða pressuðum hvítlauk bætt í smjörið Kartöflurnar skornar í helminga og raðað á botn ofnskúffunnar eða bakkann. Basiliku, timian, muldu þurrkuðu estragon og rifnum parmesan-osti sáldrað yfir kartöflurnar. Örlitlu salti dreift yfir skúffuna. Bakað við 200°C í 45 mín. og penslað af og til með feitinni. Kartöflurnar færðar yfir í passandi skál að loknum bakstri og saxaðri steinselju stráð yfir. |
|