Kræklingur [Mytilus edulis] einnig nefndur bláskel, krákuskel eða kráka
Hráefni:
|
|
Leiðbeiningar: | |
Magnið sem notast er við í þessari uppskrift dugar sem forréttur fyrir 4 fullorðna. Gott er að hafa frekar víðan pott með loki við matreiðsluna.
Hvítlaukur, púrrulaukur, sellerí, kóríander og steinselja er saxað niður. Hvítlaukur léttsteiktur í íslensku smjöri í frekar víðum potti þar til hann er gullinn að lit. Púrrulauk og sellerí bætt við og léttsteikt [Dk: svitse] augnablik. Rjóma og kóríander og steinselju bætt út í pottinn. Opin lifandi skel lokar sér ef bankað er létt á hana. Sömuleiðis opnast lifandi skel við suðu, en opnist hún ekki skal henni hent. Skeljunum bætt út í pottinn og hann hristur til. Lokið sett á og lokið lagt yfir pottinn. Látið malla í 3 - 6 mínútur, gott að hrista pott til öðru hvoru. Skeljum sem ekki opnast við suðu er hent. Innihaldi pottsins er hellt í víða skál og borið fram t.d. með snittubrauði. |
|
Onnur uppskrift Fenging frá Örnu Emelíu.
Hráefni | |
|
|
Ólífuolían hituð á pönnu. Hvítlaukur skorinn í þunnar sneiðar og mýktur í olíunni á pönnunni í smá stund (1-2 mín.) þar til ljósgulur (alls ekki brúnn). Fínt söxuðum lauk og fínt sneiddu sellerí bætt út í og steikt í 2 mínútur til viðbótar. Helming hvítvíns bætt út í og steikt í aðrar 2 mínútur. Þá eru tómatar settir út í ásamt restinni af hvítvíninu og rauðvíninu (hægt að nota bara hvítvín) og soðið í 8 mínútur á meðalhita með lokinu á. Piprað og saltað. Skelinni skellt út í, lokið sett aftur á, og soðið í max 5 mínútur til viðbótar. Spagettí soðið meðan á þessu stendur. Ef það er soðið síðar má láta sósuna standa með lokinu á og setja bláskelina síðan rétt í lokin u.þ.b. þegar spagettíið er að verða tilbúið. Spagettí hellt yfir sósuna á pönnunni og blandað vandlega saman og ólífuolíu skvett yfir. Gott að nota súpudiska þar sem sósan er all fljótandi. |
|